Ráðherra kynnir breytingar í heilbrigðisþjónustunni 7. janúar 2009 14:24 Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra á blaðamannafundinum í Hótel Nordica. Með honum á myndinni er Björn Zoëga, starfandi forstjóri Landspítalans. MYND/Friðrik Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hefur í hyggju að gera umtalsverðar breytingar á skipulagi heilbrigðisþjónustunnar á næstunni og voru þær breytingar kynntar á fundi nú klukkan tvö. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að skipulagsbreytingarnar byggist á vinnu sem farið hefur fram á vegum heilbrigðisráðuneytisins undanfarna mánuði, eða frá því ný lög um heilbrigðisþjónustu tóku gildi haustið 2007. „Með skipulagsbreytingunum hyggst ráðherra ná fram hagræðingu í rekstri heilbrigðisstofnana víðs vegar um landið og treysta um leið undirstöður grundvallarstarfsemi heilbrigðisþjónustunnar," segir í tilkynningunni. „Breytingarnar hafa verið unnar í samráði við stjórnendur stofnananna sem þær taka til og meginmarkmið þeirra hafa verið kynnt starfsmönnum viðkomandi stofnana. Á næstu dögum verður unnið með stjórnendum stofnana að útfærslu breytinganna hvað varðar tilfærslur verkefna og starfsfólks. Þetta verður gert í vinnuhópum sem skipaðir verða úr hópi stjórnenda stofnananna og skila þeir útfærslu sinni til ráðherra fyrir 19. janúar 2009," segir einnig. Megin breytingarnar verða þessar að því er varðar spítalarekstur á Höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess: St. Jósefsspítala-Sólvangi verður alfarið falið hlutverk á sviði öldrunarlækninga og hvíldarinnlagna Sérfræðingum og fagfólki, sem þar hafa gert skurðaðgerðir, verður boðin aðild að því að byggja upp skurðstofurekstur í nýrri aðstöðu á Suðurnesjum Meltingasjúkdóma - og lyflækningadeild verður tengd starfsemi á Landspítalans og hin góða reynsla af göngudeildarstarfsemi á St. Jósefsspítala þróuð með sérfræðingum þaðan Landspítalinn mun yfirtaka skurðstofurekstur á Selfossi Vaktir á skurðstofum á Selfossi og í Keflavík verða lagðar af Þá segir að breytingarnar á landsbyggðinni feli í sér verulega einföldun stjórnsýslu stofnana með sameiningu þeirra og ákvörðun um stóraukna samvinnu þeirra. Er þetta meðal annars gert í framhaldi af setningu nýrra laga um heilbrigðisþjónustu sem tóku gildi fyrir rúmu ári. Þetta eru helstu breytingarnar á landsbyggðinni: Allar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar á Norðurlandi verða sameinaðar í eina undir forystu Sjúkrahússins á Akureyri, sem verður Heilbrigðisstofnun Norðurlands og mun m.a. taka við hlutverki ráðuneytisins varðandi samning um heilsugæsluna á Akureyri Allar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar á Vesturlandi verða sameinaðar í eina með höfuðstöðvar á Akranesi Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja verður sameinuð Heilbrigðisstofnun Suðurlands sem jafnframt tekur við umsjón með samningi sem í gildi er milli Heilbrigðisstofnunarinnar á Höfn í Hornafirði og heilbrigðisráðuneytisins Heilbrigðisstofnunin á Patreksfirði sameinast Heilbrigðisstofnun Vestfjarða sem hefur höfuðstöðvar á Ísafirði Aukið verður enn frekar samstarf milli Heilbrigðisstofnunar Austurlands og sjúkrahússins á Akureyri „Einfaldari stjórnsýsla, hagkvæmari rekstur og aukin samvinna stofnanna er talin geta dregið verulega úr útgjaldaaukningunni sem er staðreynd varðandi þær stofnanir sem hér eiga í hlut, en markmið breytinganna er að slá skjaldborg um og tryggja kjarnastarfsemi þessara mikilvægu stofnana á sviði heilbrigðismála á erfiðum tímum," segir að lokum í tilkynningunni frá ráðuneytinu. Tengdar fréttir Umtalsverðar breytingar á heilbrigðisþjónstunni Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, kynnir umtalsverðar breytingar á skipulagi og verkaskiptingu í heilbrigðisþjónustunni í landinu á fundi með blaðamönnum í dag. Ráðgert er að sjúkrastofanir verði sameinaðar og aðrar jafnvel lagðar niður. Starfsmenn St. Jósefsspítala og Sólvangurs fordæmdu í gær vinnubrögð ráðherra en orðrómur er uppi um að að breyta eigi spítalanum í öldrunarstofnun. 7. janúar 2009 09:35 St. Jósefsspítali lagður niður St. Jósefsspítali verður lagður niður og megnið af starfsemi hans flutt til Keflavíkur. Meltingarsjúkdómadeild verður flutt á Landsspítala. Starfsmönnum var tilkynnt þetta á fundi fyrr í dag. 7. janúar 2009 14:19 St. Jósefsspítali lagður niður í núverandi mynd Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar Alþingis, segir að áætlanir geri ráð fyrir að á St. Jósefsspítala verði rekin öldrunarþjónusta og starfsemi hans flutt á Landsspítalann og til Keflavíkur þar sem aðstæður eru betri. Orðrómur hefur verið uppi um að að breyta eigi spítalanum í núverandi mynd í öldrunarstofnun. Á spítalanum eru framkvæmdar á ári hverju fjöldi skurðaðgerða og eru hátt í 1000 manns á biðlista eftir að komast að á spítalanum. 7. janúar 2009 12:44 Starfsfólk St. Jósefsspítala fordæmir vinnubrögð ráðherra Starfsfólk St. Jósefsspítala og Sólvangurs lýsa yfir megnri óánægju og fordæma vinnubrögð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, í yfirlýsingu. ,,Við erum að gagnrýna samskiptaleysi og skort á upplýsingum til starfsfólks en óvissan hefur skapað óvissu kvíða um framtíð okkar og skjólstæðinga okkar," segir Ragnhildur Jóhannsdóttir deildarstjóri á skurðdeild spítalans. 6. janúar 2009 11:31 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hefur í hyggju að gera umtalsverðar breytingar á skipulagi heilbrigðisþjónustunnar á næstunni og voru þær breytingar kynntar á fundi nú klukkan tvö. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að skipulagsbreytingarnar byggist á vinnu sem farið hefur fram á vegum heilbrigðisráðuneytisins undanfarna mánuði, eða frá því ný lög um heilbrigðisþjónustu tóku gildi haustið 2007. „Með skipulagsbreytingunum hyggst ráðherra ná fram hagræðingu í rekstri heilbrigðisstofnana víðs vegar um landið og treysta um leið undirstöður grundvallarstarfsemi heilbrigðisþjónustunnar," segir í tilkynningunni. „Breytingarnar hafa verið unnar í samráði við stjórnendur stofnananna sem þær taka til og meginmarkmið þeirra hafa verið kynnt starfsmönnum viðkomandi stofnana. Á næstu dögum verður unnið með stjórnendum stofnana að útfærslu breytinganna hvað varðar tilfærslur verkefna og starfsfólks. Þetta verður gert í vinnuhópum sem skipaðir verða úr hópi stjórnenda stofnananna og skila þeir útfærslu sinni til ráðherra fyrir 19. janúar 2009," segir einnig. Megin breytingarnar verða þessar að því er varðar spítalarekstur á Höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess: St. Jósefsspítala-Sólvangi verður alfarið falið hlutverk á sviði öldrunarlækninga og hvíldarinnlagna Sérfræðingum og fagfólki, sem þar hafa gert skurðaðgerðir, verður boðin aðild að því að byggja upp skurðstofurekstur í nýrri aðstöðu á Suðurnesjum Meltingasjúkdóma - og lyflækningadeild verður tengd starfsemi á Landspítalans og hin góða reynsla af göngudeildarstarfsemi á St. Jósefsspítala þróuð með sérfræðingum þaðan Landspítalinn mun yfirtaka skurðstofurekstur á Selfossi Vaktir á skurðstofum á Selfossi og í Keflavík verða lagðar af Þá segir að breytingarnar á landsbyggðinni feli í sér verulega einföldun stjórnsýslu stofnana með sameiningu þeirra og ákvörðun um stóraukna samvinnu þeirra. Er þetta meðal annars gert í framhaldi af setningu nýrra laga um heilbrigðisþjónustu sem tóku gildi fyrir rúmu ári. Þetta eru helstu breytingarnar á landsbyggðinni: Allar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar á Norðurlandi verða sameinaðar í eina undir forystu Sjúkrahússins á Akureyri, sem verður Heilbrigðisstofnun Norðurlands og mun m.a. taka við hlutverki ráðuneytisins varðandi samning um heilsugæsluna á Akureyri Allar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar á Vesturlandi verða sameinaðar í eina með höfuðstöðvar á Akranesi Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja verður sameinuð Heilbrigðisstofnun Suðurlands sem jafnframt tekur við umsjón með samningi sem í gildi er milli Heilbrigðisstofnunarinnar á Höfn í Hornafirði og heilbrigðisráðuneytisins Heilbrigðisstofnunin á Patreksfirði sameinast Heilbrigðisstofnun Vestfjarða sem hefur höfuðstöðvar á Ísafirði Aukið verður enn frekar samstarf milli Heilbrigðisstofnunar Austurlands og sjúkrahússins á Akureyri „Einfaldari stjórnsýsla, hagkvæmari rekstur og aukin samvinna stofnanna er talin geta dregið verulega úr útgjaldaaukningunni sem er staðreynd varðandi þær stofnanir sem hér eiga í hlut, en markmið breytinganna er að slá skjaldborg um og tryggja kjarnastarfsemi þessara mikilvægu stofnana á sviði heilbrigðismála á erfiðum tímum," segir að lokum í tilkynningunni frá ráðuneytinu.
Tengdar fréttir Umtalsverðar breytingar á heilbrigðisþjónstunni Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, kynnir umtalsverðar breytingar á skipulagi og verkaskiptingu í heilbrigðisþjónustunni í landinu á fundi með blaðamönnum í dag. Ráðgert er að sjúkrastofanir verði sameinaðar og aðrar jafnvel lagðar niður. Starfsmenn St. Jósefsspítala og Sólvangurs fordæmdu í gær vinnubrögð ráðherra en orðrómur er uppi um að að breyta eigi spítalanum í öldrunarstofnun. 7. janúar 2009 09:35 St. Jósefsspítali lagður niður St. Jósefsspítali verður lagður niður og megnið af starfsemi hans flutt til Keflavíkur. Meltingarsjúkdómadeild verður flutt á Landsspítala. Starfsmönnum var tilkynnt þetta á fundi fyrr í dag. 7. janúar 2009 14:19 St. Jósefsspítali lagður niður í núverandi mynd Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar Alþingis, segir að áætlanir geri ráð fyrir að á St. Jósefsspítala verði rekin öldrunarþjónusta og starfsemi hans flutt á Landsspítalann og til Keflavíkur þar sem aðstæður eru betri. Orðrómur hefur verið uppi um að að breyta eigi spítalanum í núverandi mynd í öldrunarstofnun. Á spítalanum eru framkvæmdar á ári hverju fjöldi skurðaðgerða og eru hátt í 1000 manns á biðlista eftir að komast að á spítalanum. 7. janúar 2009 12:44 Starfsfólk St. Jósefsspítala fordæmir vinnubrögð ráðherra Starfsfólk St. Jósefsspítala og Sólvangurs lýsa yfir megnri óánægju og fordæma vinnubrögð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, í yfirlýsingu. ,,Við erum að gagnrýna samskiptaleysi og skort á upplýsingum til starfsfólks en óvissan hefur skapað óvissu kvíða um framtíð okkar og skjólstæðinga okkar," segir Ragnhildur Jóhannsdóttir deildarstjóri á skurðdeild spítalans. 6. janúar 2009 11:31 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Umtalsverðar breytingar á heilbrigðisþjónstunni Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, kynnir umtalsverðar breytingar á skipulagi og verkaskiptingu í heilbrigðisþjónustunni í landinu á fundi með blaðamönnum í dag. Ráðgert er að sjúkrastofanir verði sameinaðar og aðrar jafnvel lagðar niður. Starfsmenn St. Jósefsspítala og Sólvangurs fordæmdu í gær vinnubrögð ráðherra en orðrómur er uppi um að að breyta eigi spítalanum í öldrunarstofnun. 7. janúar 2009 09:35
St. Jósefsspítali lagður niður St. Jósefsspítali verður lagður niður og megnið af starfsemi hans flutt til Keflavíkur. Meltingarsjúkdómadeild verður flutt á Landsspítala. Starfsmönnum var tilkynnt þetta á fundi fyrr í dag. 7. janúar 2009 14:19
St. Jósefsspítali lagður niður í núverandi mynd Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar Alþingis, segir að áætlanir geri ráð fyrir að á St. Jósefsspítala verði rekin öldrunarþjónusta og starfsemi hans flutt á Landsspítalann og til Keflavíkur þar sem aðstæður eru betri. Orðrómur hefur verið uppi um að að breyta eigi spítalanum í núverandi mynd í öldrunarstofnun. Á spítalanum eru framkvæmdar á ári hverju fjöldi skurðaðgerða og eru hátt í 1000 manns á biðlista eftir að komast að á spítalanum. 7. janúar 2009 12:44
Starfsfólk St. Jósefsspítala fordæmir vinnubrögð ráðherra Starfsfólk St. Jósefsspítala og Sólvangurs lýsa yfir megnri óánægju og fordæma vinnubrögð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, í yfirlýsingu. ,,Við erum að gagnrýna samskiptaleysi og skort á upplýsingum til starfsfólks en óvissan hefur skapað óvissu kvíða um framtíð okkar og skjólstæðinga okkar," segir Ragnhildur Jóhannsdóttir deildarstjóri á skurðdeild spítalans. 6. janúar 2009 11:31