Enski boltinn

Portsmouth ætlar í mál við Daily Express

Nordic Photos / Getty Images

Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Portsmouth brugðust hart við í morgun þegar Daily Express greindi frá því að félagið væri í viðræðum við Alan Curbishley um að taka við liðinu.

Í blaðinu var því haldið fram að dagar Adams hjá félaginu væru taldir eftir slakt gengi undanfarið og sagt að fyrrum Charlton og West Ham-stjórinn væri í sigtinu til að taka við.

Þetta vakti litla kátínu hjá forráðamönnum Portsmouth, sem ætla að leita réttar síns.

"Portsmouth hefur fengið lögmönnum að leggja grunn að málshöfðun gegn Daily Express í kjölfar fréttar um að félagið hafi leitað á náðir Alan Curbishley, en hún er uppspuni frá rótum," segir m.a. í yfirlýsingu frá félaginu, þar sem undirstrikað er að Adams sé og verði stjóri félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×