Innlent

Miðbaugsmaddaman beit lögreglumann í bakið

Catalina beit lögreglumann í bakið.
Catalina beit lögreglumann í bakið.

Sakamál gegn Catalinu Mikue Ncogo var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Henni er gefið að sök að hafa skipulagt innflutning á alls fjögur hundruð grömmum af kókaíni til landsins í tveimur aðskildum ferðum. Í annað skipti voru tvær konur teknar með efnin en í hitt skiptið karlmaður.



Þá var Catalina einnig ákærð fyrir brot gegn valdstjórn þegar hún beit lögreglumann í bakið. Það gerðist þegar hún var handtekinn. Catalina neitar sök varðandi fíkniefnin en játar að hafa bitið lögreglumanninn.



Ekki er búið að ákæra Catalinu vegna milligöngu um vændi en hún hefur verið sökuð um að gera út vændishús á Hverfisgötunni, við hlið lögreglustöðvarinnar. Það var Stöð 2 sem fjallaði um málið á sínum tíma. En það var DV sem kom upp um vændishúsið á Hverfisgötunni.



Kæran varðandi vændið hefur verið sent aftur til lögreglunnar til frekari rannsóknar en það mun ekki vera óalgengt. Catalina er innflytjandi en hún er ættuð frá Miðbaugs-Gíneu. Hún hefur meðal annars setið í gæsluvarðahaldi vegna málanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×