Innlent

Húnar komu tveimur bandarískum konum til bjargar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarsveitin Húnar komu tveimur bandarískum konum til hjálpar.
Björgunarsveitin Húnar komu tveimur bandarískum konum til hjálpar.
Björgunarsveitin Húnar frá Hvammstanga komu tveimur bandarískum konum til bjargar á fjórða tímanum. Þær voru á gönguferðalagi á leið á Skógasand frá Rifstanga.

Konurnar lentu í vandræðum við Köldukvíslarjökul og voru strandaglópar á eyri í ánni Sveðju við Kaldakvíslarjökul. Konurnar sendu frá sér neyðarkall með neyðarsendi sem þær voru með með sér.

Ekkert amaði að konunum en björgunarsveitin er á leið með þær í skála. Konurnar tvær höfðu látið tilkynningarþjónustu ferðamanna fá ferðaáætlun sína, svo allar upplýsingar um konurnar og ferðaplön þeirra lágu fyrir sem auðveldaði alla vinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×