Erlent

Grunur um að svínaflensan sé komin til Evrópu

Guðjón Helgason skrifar
Grunur leikur á að Svínaflensa sem valdið hefur fleiri en áttatíu dauðsföllum í Mexíkó hafi greinst í þremur Evrópulöndum, Ísrael og á Nýja Sjáland.

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin lýsti í gærkvöldi yfir vá gegn almannaheilsu um allan heim vegna flensunnar. Heilbriðgisyfirvöld um allan heim voru hvött til að herða eftirlit og fylgjast vandlega með óvenjulegum tilefllum af flensu eða lungabólgu og hópsýkingum.

Í gærkvöldi og í morgun var greint frá því að gagnfræðaskólanemar í New York í Bandaríkjunum og á Nýja Sjálandi hefur greinst með flensu sem líkast til væri væg útgáfa af svínaflensunni. Öll ungmennin voru nýkomin frá Mexíkó.

Í dag hefur verið greint frá gruni um smit í Frakklandi, á Spáni og í Skotlandi. Þá hefði tilfellum fjölgað í Bandaríkjunum og vitað væri um fjögur staðfest smit í Kanada.

Síðdegis var tilkynnt um aðgerðir í Bandaríkjunum í ljósi þess að tuttugu væg tileflli flensunnar hefðu nú greinst í landinu. Það bóluefni á borð við Tamiflu og Relenza sem til væri og talið að gæti virkað yrði sent til heilsugæslustöðva og til að tryggja að það kæmist á rétta staði með hraði væri nú lýst yfir neyðarástandi vegna heilbrigðisógnar. Bandarísk yfirvöld væru tilbúin að loka skólum og opinberum byggingum gerðist þess þörf líkt og í Mexíkó.

Flensan sem hér umræðir er öndunarfærasjúkdómur sem virðist að mati sérfræðinga berast manna á milli. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin segir enn mörgum spurningum ósvarað eins og hvar hún hafi átt upptök sín og hvers vegna hún virðist leggjast misþungt á fólk.

Nú rétt fyrir fréttir hafði Reuters fréttastofan eftir Felipe Calderon, forseta Mexíkó, að flestir þeirra þrettán hundruð sem hefðu sýksta af svínaflensu þar í landi myndu ná fullum bata að sögn lækna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×