Tónlistarmenn bera vitni í máli Jóhanns 2. febrúar 2009 03:00 Tveir breskir lögfræðingar komu hingað til lands á hans vegum fyrir jól og ræddu við þrjá íslenska tónlistarmenn. Tveir breskir lögfræðingar komu hingað lands fyrir jól og ræddu við þrjá íslenska tónlistarmenn vegna málshöfðunar Jóhanns Helgasonar gegn norska lagahöfundinum Rolf Løvland. Líkast til munu tónlistarmennirnir bera vitni í málinu, sem Jóhann höfðaði vegna líkinda lags hans Söknuður við lag Rolfs, You Raise Me Up, sem Bandaríkjamaðurinn Josh Groban gerði vinsælt. Búið er að meta líkindin með lögunum bæði hér heima og erlendis. Hérna voru líkindin metin 97% og úti var matið einnig mjög jákvætt. „Þeir fóru yfir málið og töluðu við nokkur vitni," segir Jóhann og vill sem stendur ekki nefna þau á nafn. „Þetta er dálítið stórt mál og þeir leggja mikla áherslu á að vera með allt inni áður en málið fer fyrir rétt." Að sögn Jóhanns söfnuðu lögfræðingarnir, sem starfa á vegum hins gamalgróna fyrirtækis Knight & Sons, gögnum hér á landi sem þykja sanna að Rolf hafi fengið Söknuð í hendurnar á meðan hann var staddur hér á síðasta áratug. Tók hann meðal annars upp plötu hér með hljómsveit sinni Secret Garden auk þess sem hann tók upp jólalag með Siggu Beinteins. „Það er nánast hægt að fullyrða að hann hafi fengið kynningardisk með íslenskri tónlist þar sem þetta lag var. Það er dálítill plús í svona málum að geta bent á svoleiðis," segir Jóhann. Ekki hefur verið ákveðið hvenær réttað verður í málinu en líklega verður það í vor eða sumar. - fb Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira
Tveir breskir lögfræðingar komu hingað lands fyrir jól og ræddu við þrjá íslenska tónlistarmenn vegna málshöfðunar Jóhanns Helgasonar gegn norska lagahöfundinum Rolf Løvland. Líkast til munu tónlistarmennirnir bera vitni í málinu, sem Jóhann höfðaði vegna líkinda lags hans Söknuður við lag Rolfs, You Raise Me Up, sem Bandaríkjamaðurinn Josh Groban gerði vinsælt. Búið er að meta líkindin með lögunum bæði hér heima og erlendis. Hérna voru líkindin metin 97% og úti var matið einnig mjög jákvætt. „Þeir fóru yfir málið og töluðu við nokkur vitni," segir Jóhann og vill sem stendur ekki nefna þau á nafn. „Þetta er dálítið stórt mál og þeir leggja mikla áherslu á að vera með allt inni áður en málið fer fyrir rétt." Að sögn Jóhanns söfnuðu lögfræðingarnir, sem starfa á vegum hins gamalgróna fyrirtækis Knight & Sons, gögnum hér á landi sem þykja sanna að Rolf hafi fengið Söknuð í hendurnar á meðan hann var staddur hér á síðasta áratug. Tók hann meðal annars upp plötu hér með hljómsveit sinni Secret Garden auk þess sem hann tók upp jólalag með Siggu Beinteins. „Það er nánast hægt að fullyrða að hann hafi fengið kynningardisk með íslenskri tónlist þar sem þetta lag var. Það er dálítill plús í svona málum að geta bent á svoleiðis," segir Jóhann. Ekki hefur verið ákveðið hvenær réttað verður í málinu en líklega verður það í vor eða sumar. - fb
Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira