Ótrúlegur sigur Pittsburgh Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. febrúar 2009 03:14 Santonio Holmes var hetja Pittsburgh í leiknum. Nordic Photos / Getty Images Pittsburgh Steelers vann í nótt sigur á Arizona Cardinals í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl, 27-23. Pittsburgh var með yfirhöndina lengst af í leiknum en síðari helmingur síðasta fjórðungsins var dramatískur í meira lagi. Pittsburgh var komið í 20-7 forystu þegar að Arizona skoraði tvö snertimörk í röð og kom sér skyndilega í forystu þegar skammt var til leiksloka. En Pittsburgh kláraði leikinn með glæsilegri sókn sem skilaði liðinu snertimarki á ögurstundu og þar með sigur í hádramatískum leik. Santonio Holmes var hetja Pittsburgh í þessari lokasókn en hann skoraði snertimarkið örlagaríka. Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger keyrði áfram sókn Pittsburgh af miklum krafti sem skapaði sigur liðsins. Pittsburgh byrjaði betur og skoraði vallarmark í sinni fyrstu sókn í leiknum. Liðið náði svo að fylgja því eftir með snertimarki í upphafi annars leikhluta en Gary Russell var þar að verki. En Arizona svaraði með snertimarki sem Ben Patrick skoraði eftir sendingu leikstjórnandans Kurt Warnes. Síðasta kerfið var upp við endamarkið en sóknin taldi alls níu kerfi og 83 jarda. Arizona náði svo aftur boltanum undir lok fyrri hálfleiksins og var allt útlit fyrir að liðið myndi skora annað snertimark - ef ekki þá alla vega vallarmark og jafna metin í leiknum. En þegar að Arizona var upp við endamarkið kastaði Warner beint á varnarmanninn James Harrisson sem gerði sér lítið fyrir og hljóp allan völlinn endilangan og skoraði snertimark fyrir Pittsburgh. Sannarlega ótrúlegt hlaup sem taldi alla 100 jardana. Staðan því 17-7 í hálfleik. Jeff Reed náði svo að skora öðru sinni vallarmark fyrir Pittsburgh í lok þriðja leikhluta eftir langa sóknarlotu liðsins. Alls sextán kerfi og 79 jardar. Þar með var staðan orðin 20-7 og hún hélst þannig vel fram í fjórða leikhluta. Larry Fitzgerald, hinn öflugi útherji Arizona, hafði látið lítið fyrir sér fara í leiknum en lét svo sannarlega til sín taka í þeim fjórða. Arizona náði að klára fjögurra mínútna sókn sem taldi átta kerfi með snertimarki þegar að tæpar átta mínútur voru eftir. Kurt Warner átti djarfa sendingu á Fitzgerald á ögurstundu en sá síðarnefndi náði að grípa boltann í endasvæðinu þrátt fyrir erfiða stöðu. Arizona náði svo að koma Pittsburgh í erfiða stöðu í upphafi sinnar sóknar. Svo fór að liðið náði ekki að koma boltanum frá sér og fékk á sig sjálfmark. Þar með var munurinn orðinn fjögur stig, 20-16. Pittsburgh byrjaði næstu sókn þegar þrjár mínútur voru eftir en hún entist ekki í nema nokkrar sekúndur. Arizona fékk boltann strax aftur og kláraði annað snertimark á aðeins 21 sekúndu. Kurt Warner átti sendinguna á Larry Fitzgerald sem kláraði 64 jarda kerfi með snertimarkinu. Þar með var Arizona komið yfir í fyrsta sinn í leiknum, 23-20, og skammt til leiksloka. Margir héldu að ótrúlegur sigur Arizona væri staðreynd. En Ben Roethlisberger og félagar hans neituðu að játa sig sigraða. Með mikilli seiglu náðu þeir að keyra átta kerfi áfram, hlaupa 78 jarda og skora snertimark. Roethlisbergar átti tvær lykilsendingar á Santonio Holmes sem var lykilmaðurinn í síðustu sókn Pittsburgh. Hann náði svo að grípa boltann í horni endamarksins frá Roethlisberger og tryggja þar með Pittsburgh sigurinn. Sannarlega ótrúlegur lokakafli á hreint frábærum leik. Arizona fékk ekki nema um 40 sekúndur til að svara en tókst það ekki í þetta sinn. Sætur sigur Pittsburgh því staðreynd. Þetta var sjötti sigur Pittsburgh í leiknum um Ofurskálina sem er met í NFL-deildinni. Erlendar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Pittsburgh Steelers vann í nótt sigur á Arizona Cardinals í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl, 27-23. Pittsburgh var með yfirhöndina lengst af í leiknum en síðari helmingur síðasta fjórðungsins var dramatískur í meira lagi. Pittsburgh var komið í 20-7 forystu þegar að Arizona skoraði tvö snertimörk í röð og kom sér skyndilega í forystu þegar skammt var til leiksloka. En Pittsburgh kláraði leikinn með glæsilegri sókn sem skilaði liðinu snertimarki á ögurstundu og þar með sigur í hádramatískum leik. Santonio Holmes var hetja Pittsburgh í þessari lokasókn en hann skoraði snertimarkið örlagaríka. Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger keyrði áfram sókn Pittsburgh af miklum krafti sem skapaði sigur liðsins. Pittsburgh byrjaði betur og skoraði vallarmark í sinni fyrstu sókn í leiknum. Liðið náði svo að fylgja því eftir með snertimarki í upphafi annars leikhluta en Gary Russell var þar að verki. En Arizona svaraði með snertimarki sem Ben Patrick skoraði eftir sendingu leikstjórnandans Kurt Warnes. Síðasta kerfið var upp við endamarkið en sóknin taldi alls níu kerfi og 83 jarda. Arizona náði svo aftur boltanum undir lok fyrri hálfleiksins og var allt útlit fyrir að liðið myndi skora annað snertimark - ef ekki þá alla vega vallarmark og jafna metin í leiknum. En þegar að Arizona var upp við endamarkið kastaði Warner beint á varnarmanninn James Harrisson sem gerði sér lítið fyrir og hljóp allan völlinn endilangan og skoraði snertimark fyrir Pittsburgh. Sannarlega ótrúlegt hlaup sem taldi alla 100 jardana. Staðan því 17-7 í hálfleik. Jeff Reed náði svo að skora öðru sinni vallarmark fyrir Pittsburgh í lok þriðja leikhluta eftir langa sóknarlotu liðsins. Alls sextán kerfi og 79 jardar. Þar með var staðan orðin 20-7 og hún hélst þannig vel fram í fjórða leikhluta. Larry Fitzgerald, hinn öflugi útherji Arizona, hafði látið lítið fyrir sér fara í leiknum en lét svo sannarlega til sín taka í þeim fjórða. Arizona náði að klára fjögurra mínútna sókn sem taldi átta kerfi með snertimarki þegar að tæpar átta mínútur voru eftir. Kurt Warner átti djarfa sendingu á Fitzgerald á ögurstundu en sá síðarnefndi náði að grípa boltann í endasvæðinu þrátt fyrir erfiða stöðu. Arizona náði svo að koma Pittsburgh í erfiða stöðu í upphafi sinnar sóknar. Svo fór að liðið náði ekki að koma boltanum frá sér og fékk á sig sjálfmark. Þar með var munurinn orðinn fjögur stig, 20-16. Pittsburgh byrjaði næstu sókn þegar þrjár mínútur voru eftir en hún entist ekki í nema nokkrar sekúndur. Arizona fékk boltann strax aftur og kláraði annað snertimark á aðeins 21 sekúndu. Kurt Warner átti sendinguna á Larry Fitzgerald sem kláraði 64 jarda kerfi með snertimarkinu. Þar með var Arizona komið yfir í fyrsta sinn í leiknum, 23-20, og skammt til leiksloka. Margir héldu að ótrúlegur sigur Arizona væri staðreynd. En Ben Roethlisberger og félagar hans neituðu að játa sig sigraða. Með mikilli seiglu náðu þeir að keyra átta kerfi áfram, hlaupa 78 jarda og skora snertimark. Roethlisbergar átti tvær lykilsendingar á Santonio Holmes sem var lykilmaðurinn í síðustu sókn Pittsburgh. Hann náði svo að grípa boltann í horni endamarksins frá Roethlisberger og tryggja þar með Pittsburgh sigurinn. Sannarlega ótrúlegur lokakafli á hreint frábærum leik. Arizona fékk ekki nema um 40 sekúndur til að svara en tókst það ekki í þetta sinn. Sætur sigur Pittsburgh því staðreynd. Þetta var sjötti sigur Pittsburgh í leiknum um Ofurskálina sem er met í NFL-deildinni.
Erlendar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira