Kragh krefst frávísunar Valur Grettisson skrifar 2. febrúar 2009 13:12 Þorsteinn Kragh telur lögregluna hafa brotið á réttindum sínum. Athafnamaðurinn Þorsteinn Kragh, sem er ákærður fyrir stærsta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar, hefur krafist frávísunar á dómsmálinu og sakar lögregluna um að hafa þverbrotið á réttindum sínum. Hann heldur því fram í frávísunarkröfunni að lögreglan hafi látið hann fá rannsóknargögn seint og illa en samkvæmt verjanda Þorsteins, Helga Jóhannessyni, þá á hann rétt á að fá gögnin þremur vikum eftir að þau verða til. Að sögn Helga er um 156 tilvik að ræða þar sem það á að hafa verið brotið á réttindum Þorsteins. Þorsteinn Kragh var handtekinn í byrjun júlí á síðasta ári vegna gruns um aðild að fíkniefnasmygli með Norrænu. Mánuði áður reyndi hinn tæplega sjötugi Jacob Van Hinte frá Hollandi, að smygla 190 kílóum af hassi til landsins. Að auki fundust eitt og hálft kíló af maríjúana og eitt kíló af kókaíni. Eftir handtöku Hollendingsins bárust böndin að athafnamanninum Þorsteini sem hingað til hefur verið þekktari sem tónleikahaldari. Hann var handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald þar sem hann hefur setið í hálft ár. „Þetta er ekki í lagi," segir Helgi, verjandi Þorsteins um það hversu seint og illa það gekk fyrir Þorstein að fá aðgang að gögnunum. Þorsteinn hefur einnig krafist sýknu vegna málsins en hann hefur haldið fram sakleysi sínu frá upphafi. Málið um frávísun verður flutt á morgun og er búist við niðurstöðu þess þáttar innan fárra daga. Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Athafnamaðurinn Þorsteinn Kragh, sem er ákærður fyrir stærsta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar, hefur krafist frávísunar á dómsmálinu og sakar lögregluna um að hafa þverbrotið á réttindum sínum. Hann heldur því fram í frávísunarkröfunni að lögreglan hafi látið hann fá rannsóknargögn seint og illa en samkvæmt verjanda Þorsteins, Helga Jóhannessyni, þá á hann rétt á að fá gögnin þremur vikum eftir að þau verða til. Að sögn Helga er um 156 tilvik að ræða þar sem það á að hafa verið brotið á réttindum Þorsteins. Þorsteinn Kragh var handtekinn í byrjun júlí á síðasta ári vegna gruns um aðild að fíkniefnasmygli með Norrænu. Mánuði áður reyndi hinn tæplega sjötugi Jacob Van Hinte frá Hollandi, að smygla 190 kílóum af hassi til landsins. Að auki fundust eitt og hálft kíló af maríjúana og eitt kíló af kókaíni. Eftir handtöku Hollendingsins bárust böndin að athafnamanninum Þorsteini sem hingað til hefur verið þekktari sem tónleikahaldari. Hann var handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald þar sem hann hefur setið í hálft ár. „Þetta er ekki í lagi," segir Helgi, verjandi Þorsteins um það hversu seint og illa það gekk fyrir Þorstein að fá aðgang að gögnunum. Þorsteinn hefur einnig krafist sýknu vegna málsins en hann hefur haldið fram sakleysi sínu frá upphafi. Málið um frávísun verður flutt á morgun og er búist við niðurstöðu þess þáttar innan fárra daga.
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira