Erlent

Eldri borgurum snarfjölgar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Eldri borgurum heimsins hefur aldrei fjölgað eins ört og nú og stutt er í að eldra fólk verði fleira í Bandaríkjunum en það yngra.

Þetta gerir það að verkum að útgjöld tengd ellilífeyri og heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða munu rjúka upp í Bandaríkjunum og víðar. Um þessar mundir eru 506 milljónir Bandaríkjamanna 65 ára og eldri og gera spár ráð fyrir því að sú tala verði komin í 1,3 milljarða árið 2040. Það táknar að hvorki meira né minna en 14 prósent allra jarðarbúa hafi náð minnst 65 ára aldri sem verður að teljast töluvert.

Gangi sú spá eftir verður það í fyrsta sinn í sögu mannkyns sem fleiri eru 65 ára og eldri en fimm ára og yngri. Samkvæmt nýrri skýrslu aldursfræðistofnunar Bandaríkjanna er aldurshópurinn 80 ára og eldri í hvað örumst vexti allra aldurshópa í heiminum og segir skýrslan að fjölga muni um 233 prósent í þeim hópi milli áranna 2008 og 2040. Þetta táknar meðal annars að næga vinnu verður að fá á elliheimilum en þar fyrir utan gefur hinn hái aldur vísbendingu um hvað frjósemi mannnkyns hefur aukist eftir síðari heimsstyrjöld.

Sjúkdómar setja þó mark sitt á þessa tölfræði en þó ekki meira en svo að skýrsluhöfundar telja að árið 2040 teljist meira en milljarður jarðarbúa til eldri borgara og 1,9 milljónir verði 65 ára í hverjum mánuði. Elli veldur mér en æska þér eins og sá gamli sagði í Laxdæla sögu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×