Eldri borgurum snarfjölgar Atli Steinn Guðmundsson skrifar 21. júlí 2009 08:40 Eldri borgurum heimsins hefur aldrei fjölgað eins ört og nú og stutt er í að eldra fólk verði fleira í Bandaríkjunum en það yngra. Þetta gerir það að verkum að útgjöld tengd ellilífeyri og heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða munu rjúka upp í Bandaríkjunum og víðar. Um þessar mundir eru 506 milljónir Bandaríkjamanna 65 ára og eldri og gera spár ráð fyrir því að sú tala verði komin í 1,3 milljarða árið 2040. Það táknar að hvorki meira né minna en 14 prósent allra jarðarbúa hafi náð minnst 65 ára aldri sem verður að teljast töluvert. Gangi sú spá eftir verður það í fyrsta sinn í sögu mannkyns sem fleiri eru 65 ára og eldri en fimm ára og yngri. Samkvæmt nýrri skýrslu aldursfræðistofnunar Bandaríkjanna er aldurshópurinn 80 ára og eldri í hvað örumst vexti allra aldurshópa í heiminum og segir skýrslan að fjölga muni um 233 prósent í þeim hópi milli áranna 2008 og 2040. Þetta táknar meðal annars að næga vinnu verður að fá á elliheimilum en þar fyrir utan gefur hinn hái aldur vísbendingu um hvað frjósemi mannnkyns hefur aukist eftir síðari heimsstyrjöld. Sjúkdómar setja þó mark sitt á þessa tölfræði en þó ekki meira en svo að skýrsluhöfundar telja að árið 2040 teljist meira en milljarður jarðarbúa til eldri borgara og 1,9 milljónir verði 65 ára í hverjum mánuði. Elli veldur mér en æska þér eins og sá gamli sagði í Laxdæla sögu. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Eldri borgurum heimsins hefur aldrei fjölgað eins ört og nú og stutt er í að eldra fólk verði fleira í Bandaríkjunum en það yngra. Þetta gerir það að verkum að útgjöld tengd ellilífeyri og heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða munu rjúka upp í Bandaríkjunum og víðar. Um þessar mundir eru 506 milljónir Bandaríkjamanna 65 ára og eldri og gera spár ráð fyrir því að sú tala verði komin í 1,3 milljarða árið 2040. Það táknar að hvorki meira né minna en 14 prósent allra jarðarbúa hafi náð minnst 65 ára aldri sem verður að teljast töluvert. Gangi sú spá eftir verður það í fyrsta sinn í sögu mannkyns sem fleiri eru 65 ára og eldri en fimm ára og yngri. Samkvæmt nýrri skýrslu aldursfræðistofnunar Bandaríkjanna er aldurshópurinn 80 ára og eldri í hvað örumst vexti allra aldurshópa í heiminum og segir skýrslan að fjölga muni um 233 prósent í þeim hópi milli áranna 2008 og 2040. Þetta táknar meðal annars að næga vinnu verður að fá á elliheimilum en þar fyrir utan gefur hinn hái aldur vísbendingu um hvað frjósemi mannnkyns hefur aukist eftir síðari heimsstyrjöld. Sjúkdómar setja þó mark sitt á þessa tölfræði en þó ekki meira en svo að skýrsluhöfundar telja að árið 2040 teljist meira en milljarður jarðarbúa til eldri borgara og 1,9 milljónir verði 65 ára í hverjum mánuði. Elli veldur mér en æska þér eins og sá gamli sagði í Laxdæla sögu.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira