Erlent

Alvarlegt flugslys á Schiphol

Vélin er stórskemmd eins og sjá má.
Vélin er stórskemmd eins og sjá má.

Tyrknesk farþegaflugvél brotlenti á Schiphol flugvelli í Amsterdam í morgun með 135 farþega innanborðs. Óljóst er um hvort eða hve margir hafa látist í slysinu en tyrkneskir miðlar segja að einn farþegi sé látinn hið minnsta og 20 slasaðir. Forstjóri flugfélagsins segir hins vegar að enginn hafi látist í slysinu.

Flugvélin brotnaði í nokkra hluta þegar hún skall á jörðinni fyrir utan flugbrautina. Myndir frá atvikinu í hollenskum miðlum sýna að afturendi vélarinnar hefur brotnað af auk þess sem stór rifa er á vélinni rétt aftan við flugstjórnarklefann.

Til allrar hamingju virðist sem eldur hafi ekki blossað upp í vélinni. Vélin var að koma frá Istanbul.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×