Hrædd um börnin á leiðinni í bótaviðtöl Stígur Helgason skrifar 17. nóvember 2009 06:00 Varasöm heiði. Gemlufallsheiði liggur milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar. Hún er malbikuð en þar verður oft hált þegar frýs á vetrum.Mynd / Bæjarins besta Soffía segir fulltrúa Vinnumálastofnunar hafa skikkað börn hennar, 18 og 26 ára karlmenn og tvítuga konu, til að mæta vikulega í viðtal til hans til Ísafjarðar eigi þau að halda bótum sínum. Þar að auki hafi þeim verið gert að sækja námskeiðið „Sterkari starfsmaður: Upplýsingatækni og samskipti“ sem ætlað er fólki í atvinnuleit á norðanverðum Vestfjörðum og hefst á föstudag. Námskeiðið er kennt í áttatíu klukkustundir nú fyrir jól og sjötíu eftir jól. Auk þess, að mati Soffíu, sem Gemlufallsheiðin er mjög vafasöm að vetri til segir hún ferðirnar geta tekið heilu og hálfu dagana. Aðeins einn sonur hennar sé á bíl og þegar hann eigi ekki að mæta þurfi hin að taka rútu. Þau þurfi svo að bíða tímunum saman að loknum fundi eftir rútu til baka. „Það hlýtur einhver í Reykjavík að geta stoppað þessa vitleysu,“ segir Soffía, sem telur fulltrúann á Ísafirði ganga afar hart fram gegn börnum hennar og sýna lítinn skilning. Soffía hefur ákveðið að börn hennar muni ekki framar leggja í þennan leiðangur í vetur. „Ég ætla ekki að horfa aftur á eftir þeim út í þessa dauðagildru yfir heiðina,“ segir hún og spyr hvað Vinnumálastofnun mun taka til bragðs ef bani hlýst af ferðalögum sem þessum. Unnur Sverrisdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs hjá Vinnumálastofnun, segist ekki geta tjáð sig um þetta tiltekna mál. Hins vegar hafi ungt fólk verið sett í forgang þegar kemur að því að reyna að halda fólki í virkni, enda sýni rannsóknir að sá hópur sé líklegastur til að verða samdauna atvinnuleysinu, ef svo megi segja. Vinnumálastofnun beri skylda til að sinna hópnum vel og halda honum virkum og því sé mikil skylduvirkni teiknuð inn í lög um atvinnuleysistryggingasjóð. „Þegar þú sækir um atvinnuleysisbætur þá ertu að sækja um vinnu í leiðinni og þú ert líka að sækja um þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum svokölluðum, og í þeim geta falist viðtöl og námskeið og annað slíkt,“ segir Unnur. stigur@frettabladid.is Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Soffía segir fulltrúa Vinnumálastofnunar hafa skikkað börn hennar, 18 og 26 ára karlmenn og tvítuga konu, til að mæta vikulega í viðtal til hans til Ísafjarðar eigi þau að halda bótum sínum. Þar að auki hafi þeim verið gert að sækja námskeiðið „Sterkari starfsmaður: Upplýsingatækni og samskipti“ sem ætlað er fólki í atvinnuleit á norðanverðum Vestfjörðum og hefst á föstudag. Námskeiðið er kennt í áttatíu klukkustundir nú fyrir jól og sjötíu eftir jól. Auk þess, að mati Soffíu, sem Gemlufallsheiðin er mjög vafasöm að vetri til segir hún ferðirnar geta tekið heilu og hálfu dagana. Aðeins einn sonur hennar sé á bíl og þegar hann eigi ekki að mæta þurfi hin að taka rútu. Þau þurfi svo að bíða tímunum saman að loknum fundi eftir rútu til baka. „Það hlýtur einhver í Reykjavík að geta stoppað þessa vitleysu,“ segir Soffía, sem telur fulltrúann á Ísafirði ganga afar hart fram gegn börnum hennar og sýna lítinn skilning. Soffía hefur ákveðið að börn hennar muni ekki framar leggja í þennan leiðangur í vetur. „Ég ætla ekki að horfa aftur á eftir þeim út í þessa dauðagildru yfir heiðina,“ segir hún og spyr hvað Vinnumálastofnun mun taka til bragðs ef bani hlýst af ferðalögum sem þessum. Unnur Sverrisdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs hjá Vinnumálastofnun, segist ekki geta tjáð sig um þetta tiltekna mál. Hins vegar hafi ungt fólk verið sett í forgang þegar kemur að því að reyna að halda fólki í virkni, enda sýni rannsóknir að sá hópur sé líklegastur til að verða samdauna atvinnuleysinu, ef svo megi segja. Vinnumálastofnun beri skylda til að sinna hópnum vel og halda honum virkum og því sé mikil skylduvirkni teiknuð inn í lög um atvinnuleysistryggingasjóð. „Þegar þú sækir um atvinnuleysisbætur þá ertu að sækja um vinnu í leiðinni og þú ert líka að sækja um þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum svokölluðum, og í þeim geta falist viðtöl og námskeið og annað slíkt,“ segir Unnur. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira