Enski boltinn

Kelly lánaður til Stoke

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stephen Kelly, til vinstri, í leik með Birmingham.
Stephen Kelly, til vinstri, í leik með Birmingham. Nordic Photos / Getty Images
Stoke hefur gengið frá félagaskiptum Stephen Kelly sem kemur frá Birmingham á lánssamningi sem gildir út tímabilið.

Félögin komust að samkomulaginu áður en félagaskiptaglugginn lokaði á mánudaginn en Kelly komst ekki til Stoke í tæka tíð vegna veðurs.

Yfirvöld ensku úrvalsdeildarinnar hafa hins vegar staðfest nú samninginn í ljósi aðstæðna sem komu upp.

Kelly er uppalinn leikmaður Tottenham en fór þaðan til Birmingham. Hann lék hvern einasta leik með félaginu í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en hefur hins vegar fá tækifæri fengið en félagið leikur nú í B-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×