Enski boltinn

Alan Smith er að ná heilsu

"Klístri" verður brátt leikfær með Newcastle
"Klístri" verður brátt leikfær með Newcastle NordicPhotos/GettyImages

Nú er útlit fyrir að níu mánaða meiðslamartröð framherjans Alan Smith hjá Newcastle sé loksins á enda.

Daily Star greinir frá því í dag að Smith gæti jafnvel komið við sögu í leik Newcastle og West Brom á laugardaginn, en þar er um mikinn fallslag að ræða.

Smith hefur ekki spilað leik fyrir Newcastle síðan í maí í fyrra og þessi 28 ára gamli baráttujaxl er nú óðum að ná sér eftir meiðsli á ökkla og hásin.

Joe Kinnear knattspyrnustjóri Newcastle er mjög ánægður með að vera að fá Smith til baka.

"Ég hef ekki haft tök á því að velja Smithy í liðið síðan ég gók við og er hæstánægður með að fá nú tækifæri til þess. Hann er leikmaður sem ég hef alltaf haft miklar mætur á, því hann er baráttuhundur sem við þurfum sannarlega á að halda núna," sagði stjórinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×