Lífið

Keppum ekki til að drulla á okkur

„Við ætlum að gera allt vitlaust," segir Hildur Magnúsdóttir í Elektru.
„Við ætlum að gera allt vitlaust," segir Hildur Magnúsdóttir í Elektru.

„Við tókum frí um helgina og erum að byrja að æfa atriðið á fullu því við ætlum að gera það flottara og betra," svarar Hildur Magnúsdóttir söngkona í hljómsveitinni Elektru sem komst í úrslit Júróvisjón með lagið Got no love eftir Örlyg Smára.

Rakel, systir Hildar.

„Ég og Rakel hringdum í stelpurnar í bandinu. Það voru ekki margar stelpur sem við vissum um á Íslandi sem voru að spila. Júróvisjón varð til þess."

 

„Við vorum alltaf með þessa hugmynd í kollinum. Og þær tóku allar vel í þetta," segir Hildur aðspurð hvernig bandið varð til.

Rakel og Hildur (Hara systur), Dísa trommari sem var í Brúðarbandinu, Íris Hólm er bakrödd og dj og er í Bermuda, Eva Rut bassi var í Andrúm, Ísabella gítar sem vann trúbadorakeppni Rásar 2.

Semur ykkur vel? „Alveg furðulega vel. Það er lygilegt. En við höfum ekki unnið lengi saman. Þetta lofar mjög góðu," svarar Hildur. 

 

Stefnið þið á sigur? „Að sjálfsögðu reynum við það. Maður er ekki í keppni til að drulla á sig. Við gerum okkar besta og vonandi senda Íslendingar okkur til Rússlands." 

 

„Við munum allavega æfa okkur ógeðslega mikið og gera þetta flott," segir Hildur.

 

Úrslitakeppnin fer fram 14. febrúar næstkomandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.