Grínistinn Stephen Colbert sem er með þáttinn Colbert Nation á bandarísku sjónvarpsstöðinni Comedy Central stappaði stálinu í samlanda sína á dögunum með því að segja að ástandið gæti verið verra, eins og á Íslandi. Hann segir meðal annars að ástandið sé svo slæmt á Íslandi að eina leiðin til þess að að eiga góða stund sé að kaupa flugmiða til Noregs.
Hann stiklar síðan á stóru um helstu atburði hér á landi síðustu misserin og minnist á skyr, skrítna peningaseðla og Jóhönnu Sigurðardóttir.
Colbert öðlaðist heimsfrægð þegar hann var með innslög í þættinum The Daily Show með John Stewart. Í kjölfarið fékk hann sinn eiginn þátt á Comedy Central.