Lífið

Sævari umhugað um námsmenn

Sævar Ciesielski tók til máls á blaðamannafundi nýrrar ríkisstjórnar og vildi vita hvað hún hygðist gera í málum íslenskra námsmanna erlendis.
fréttablaðið/daníel
Sævar Ciesielski tók til máls á blaðamannafundi nýrrar ríkisstjórnar og vildi vita hvað hún hygðist gera í málum íslenskra námsmanna erlendis. fréttablaðið/daníel
Sævar Ciesielski tók til máls á blaðamannafundi á Hótel Borg á sunnudag þegar ný ríkisstjórn kynnti sig til sögunnar. Átti hann síðustu spurningu fundarins og vildi vita hvað hin nýja stjórn hygðist gera í málefnum íslenskra stúdenta erlendis.

Góð og gild spurning sem kom þó á óvart í ljósi þess að búast hefði mátt við annars konar spurningu frá Sævari og þá kannski einhverri sem sneri að dómskerfinu og hinu íslenska réttarfari. Sævar var einn sakborninga í einhverju stærsta dómsmáli á Íslandi sem er Geirfinnsmálið. Dómur féll árið 1980 og var Sævar fundinn sekur og dæmdur til fangelsisvistar. Dómurinn er umdeildur enda skortur á sönnunargögnum utan að játningar fengust fram með umdeildum hætti en þá voru sakborningar búnir að vera lengi í einangrun. Hefur Sævar barist fyrir endurupptöku málsins án árangurs.

Ekki náðist í Sævar til að inna hann eftir því hvort svörin hafi verið í takt við væntingar hans.

- jbg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.