Kosningaklippingin kallar fram kynþokka þingmanna 11. mars 2009 05:30 Bjarni í stólnum. Bjarni Harðarson er einn þeirra sem hafa sest í stól Kjartans og látið lappa upp á hárið. Aðrir þingmenn sem hafa látið skera þar hár sitt eru Guðni Ágústsson, Geir H. Haarde og Árni Mathiesen.Mynd/Sunnlendingur.is „Af hverju stjórnmálamenn koma hingað? Tja, hér koma tugir manna og láta klippa sig og það getur því oft verið mikil og heit umræða um pólitíkina,“ segir hárskerinn Kjartan Björnsson. Þingmenn og frambjóðendur í prófkjörum stjórnmálaflokkanna, sem vilja ná góðum úrslitum, ættu að leggja nafn Kjartans og rakarastofu Björns og Kjartans á Selfossi á minnið. Dæmin sýna að þeir sem setjast í stólinn þar ná góðum árangri. Meðal þeirra sem hafa sest í stólinn fyrir kosningar og prófkjör með góðum árangri eru framsóknarmennirnir Bjarni Harðarson og Guðni Ágústsson, ráðherrarnir Árni M. Mathiesen og Geir H. Haarde og svo Björgvin G. Sigurðsson. Þegar Kjartani er bent á að þessir menn hafi þurft að segja af sér þingmennsku og misst ráðherrastóla að undanförnu er hann fljótur til svara. „Þetta er auðvitað að einhverju leyti rétt en þessir menn komu líka hingað þegar þeir unnu sína stærstu sigra,“ útskýrir Kjartan og upplýsir meðal annars að Sigurður Ingi Jóhannsson, dýralæknirinn sem sigraði í prófkjöri framsóknarmanna í suðurkjördæmi, hafi látið klippa sig skömmu fyrir kosningar. „Þá kom Geir líka hingað fyrir síðustu kosningar þegar Sjálfstæðisflokkurinn vann sinn stærsta sigur.“ Kjartan upplýsir síðan að Bjarni Benediksson, sem býður sig fram í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins, hafi þegar boðað komu sína. „Hann hefur reyndar verið ansi lengi á leiðinni, hann verður að koma vilji hann ná góðu kjöri á landsfundinum,“ segir Kjartan og hlær. Hárskerinn viðurkennir að þingmanna-klippingarnar séu svipaðar, þó að hver og einn hafi auðvitað sinn stíl. Kosningaklippingin verði þó að laða fram kynþokkann sem sé nauðsynlegur hverjum stjórnmálamanni. „Þarna er hárfín lína á milli,“ útskýrir hann. Rakarastofa Kjartans og Björns er hreinræktað fjölskyldufyrirtæki. Afi Kjartans stofnaði fyrirtækið 1948 og pabbi hans, Björn, hefur klippt Sunnlendinga í fjörutíu ár. „Sjálfur hef ég verið að vinna hérna í 27 ár og er ekki nema rétt rúmlega þrítugur,“ segir Kjartan en auk þess er yngsti bróðirinn einnig með skærin á lofti. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
„Af hverju stjórnmálamenn koma hingað? Tja, hér koma tugir manna og láta klippa sig og það getur því oft verið mikil og heit umræða um pólitíkina,“ segir hárskerinn Kjartan Björnsson. Þingmenn og frambjóðendur í prófkjörum stjórnmálaflokkanna, sem vilja ná góðum úrslitum, ættu að leggja nafn Kjartans og rakarastofu Björns og Kjartans á Selfossi á minnið. Dæmin sýna að þeir sem setjast í stólinn þar ná góðum árangri. Meðal þeirra sem hafa sest í stólinn fyrir kosningar og prófkjör með góðum árangri eru framsóknarmennirnir Bjarni Harðarson og Guðni Ágústsson, ráðherrarnir Árni M. Mathiesen og Geir H. Haarde og svo Björgvin G. Sigurðsson. Þegar Kjartani er bent á að þessir menn hafi þurft að segja af sér þingmennsku og misst ráðherrastóla að undanförnu er hann fljótur til svara. „Þetta er auðvitað að einhverju leyti rétt en þessir menn komu líka hingað þegar þeir unnu sína stærstu sigra,“ útskýrir Kjartan og upplýsir meðal annars að Sigurður Ingi Jóhannsson, dýralæknirinn sem sigraði í prófkjöri framsóknarmanna í suðurkjördæmi, hafi látið klippa sig skömmu fyrir kosningar. „Þá kom Geir líka hingað fyrir síðustu kosningar þegar Sjálfstæðisflokkurinn vann sinn stærsta sigur.“ Kjartan upplýsir síðan að Bjarni Benediksson, sem býður sig fram í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins, hafi þegar boðað komu sína. „Hann hefur reyndar verið ansi lengi á leiðinni, hann verður að koma vilji hann ná góðu kjöri á landsfundinum,“ segir Kjartan og hlær. Hárskerinn viðurkennir að þingmanna-klippingarnar séu svipaðar, þó að hver og einn hafi auðvitað sinn stíl. Kosningaklippingin verði þó að laða fram kynþokkann sem sé nauðsynlegur hverjum stjórnmálamanni. „Þarna er hárfín lína á milli,“ útskýrir hann. Rakarastofa Kjartans og Björns er hreinræktað fjölskyldufyrirtæki. Afi Kjartans stofnaði fyrirtækið 1948 og pabbi hans, Björn, hefur klippt Sunnlendinga í fjörutíu ár. „Sjálfur hef ég verið að vinna hérna í 27 ár og er ekki nema rétt rúmlega þrítugur,“ segir Kjartan en auk þess er yngsti bróðirinn einnig með skærin á lofti. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira