Kosningaklippingin kallar fram kynþokka þingmanna 11. mars 2009 05:30 Bjarni í stólnum. Bjarni Harðarson er einn þeirra sem hafa sest í stól Kjartans og látið lappa upp á hárið. Aðrir þingmenn sem hafa látið skera þar hár sitt eru Guðni Ágústsson, Geir H. Haarde og Árni Mathiesen.Mynd/Sunnlendingur.is „Af hverju stjórnmálamenn koma hingað? Tja, hér koma tugir manna og láta klippa sig og það getur því oft verið mikil og heit umræða um pólitíkina,“ segir hárskerinn Kjartan Björnsson. Þingmenn og frambjóðendur í prófkjörum stjórnmálaflokkanna, sem vilja ná góðum úrslitum, ættu að leggja nafn Kjartans og rakarastofu Björns og Kjartans á Selfossi á minnið. Dæmin sýna að þeir sem setjast í stólinn þar ná góðum árangri. Meðal þeirra sem hafa sest í stólinn fyrir kosningar og prófkjör með góðum árangri eru framsóknarmennirnir Bjarni Harðarson og Guðni Ágústsson, ráðherrarnir Árni M. Mathiesen og Geir H. Haarde og svo Björgvin G. Sigurðsson. Þegar Kjartani er bent á að þessir menn hafi þurft að segja af sér þingmennsku og misst ráðherrastóla að undanförnu er hann fljótur til svara. „Þetta er auðvitað að einhverju leyti rétt en þessir menn komu líka hingað þegar þeir unnu sína stærstu sigra,“ útskýrir Kjartan og upplýsir meðal annars að Sigurður Ingi Jóhannsson, dýralæknirinn sem sigraði í prófkjöri framsóknarmanna í suðurkjördæmi, hafi látið klippa sig skömmu fyrir kosningar. „Þá kom Geir líka hingað fyrir síðustu kosningar þegar Sjálfstæðisflokkurinn vann sinn stærsta sigur.“ Kjartan upplýsir síðan að Bjarni Benediksson, sem býður sig fram í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins, hafi þegar boðað komu sína. „Hann hefur reyndar verið ansi lengi á leiðinni, hann verður að koma vilji hann ná góðu kjöri á landsfundinum,“ segir Kjartan og hlær. Hárskerinn viðurkennir að þingmanna-klippingarnar séu svipaðar, þó að hver og einn hafi auðvitað sinn stíl. Kosningaklippingin verði þó að laða fram kynþokkann sem sé nauðsynlegur hverjum stjórnmálamanni. „Þarna er hárfín lína á milli,“ útskýrir hann. Rakarastofa Kjartans og Björns er hreinræktað fjölskyldufyrirtæki. Afi Kjartans stofnaði fyrirtækið 1948 og pabbi hans, Björn, hefur klippt Sunnlendinga í fjörutíu ár. „Sjálfur hef ég verið að vinna hérna í 27 ár og er ekki nema rétt rúmlega þrítugur,“ segir Kjartan en auk þess er yngsti bróðirinn einnig með skærin á lofti. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Sjá meira
„Af hverju stjórnmálamenn koma hingað? Tja, hér koma tugir manna og láta klippa sig og það getur því oft verið mikil og heit umræða um pólitíkina,“ segir hárskerinn Kjartan Björnsson. Þingmenn og frambjóðendur í prófkjörum stjórnmálaflokkanna, sem vilja ná góðum úrslitum, ættu að leggja nafn Kjartans og rakarastofu Björns og Kjartans á Selfossi á minnið. Dæmin sýna að þeir sem setjast í stólinn þar ná góðum árangri. Meðal þeirra sem hafa sest í stólinn fyrir kosningar og prófkjör með góðum árangri eru framsóknarmennirnir Bjarni Harðarson og Guðni Ágústsson, ráðherrarnir Árni M. Mathiesen og Geir H. Haarde og svo Björgvin G. Sigurðsson. Þegar Kjartani er bent á að þessir menn hafi þurft að segja af sér þingmennsku og misst ráðherrastóla að undanförnu er hann fljótur til svara. „Þetta er auðvitað að einhverju leyti rétt en þessir menn komu líka hingað þegar þeir unnu sína stærstu sigra,“ útskýrir Kjartan og upplýsir meðal annars að Sigurður Ingi Jóhannsson, dýralæknirinn sem sigraði í prófkjöri framsóknarmanna í suðurkjördæmi, hafi látið klippa sig skömmu fyrir kosningar. „Þá kom Geir líka hingað fyrir síðustu kosningar þegar Sjálfstæðisflokkurinn vann sinn stærsta sigur.“ Kjartan upplýsir síðan að Bjarni Benediksson, sem býður sig fram í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins, hafi þegar boðað komu sína. „Hann hefur reyndar verið ansi lengi á leiðinni, hann verður að koma vilji hann ná góðu kjöri á landsfundinum,“ segir Kjartan og hlær. Hárskerinn viðurkennir að þingmanna-klippingarnar séu svipaðar, þó að hver og einn hafi auðvitað sinn stíl. Kosningaklippingin verði þó að laða fram kynþokkann sem sé nauðsynlegur hverjum stjórnmálamanni. „Þarna er hárfín lína á milli,“ útskýrir hann. Rakarastofa Kjartans og Björns er hreinræktað fjölskyldufyrirtæki. Afi Kjartans stofnaði fyrirtækið 1948 og pabbi hans, Björn, hefur klippt Sunnlendinga í fjörutíu ár. „Sjálfur hef ég verið að vinna hérna í 27 ár og er ekki nema rétt rúmlega þrítugur,“ segir Kjartan en auk þess er yngsti bróðirinn einnig með skærin á lofti. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Sjá meira