Innlent

Söguleg sumarútskrift hjá Keili

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Útskriftarhópurinn.
Útskriftarhópurinn.
Síðasta laugardag var haldin hátíðleg sumarútskrift Keilis, en alls útskrifuðust 53 nemendur. Bættist þar í hóp þeirra 167 sem brautskráðust úr skólanum í maí.

Að mörgu leyti var um sögulega útskrift að ræða að því er segir í tilkynningu. Á laugardaginn útskrifuðust fyrstu nemendurnir í flugumferðarstjórn, frumkvöðlanámi og fjarnámi á Háskólabrú. Þá voru einnig útskrifaðir nemendur í raungreinavali.

Útskriftin var haldin í Andrew's theater, fyrrum kvikmyndahúsi varnarliðsins, að viðstöddu fjölmenni.

Verðlaun fyrir góðan námsárangur hlutu Guðmundur Haukur Rafnsson, nemi í flugumferðarstjórn; Agnar Steinarsson, frumkvöðull; Sigurður Ingi Ævarsson í staðarnámi á Háskólabrú og Sveinn Ingi Þórarinsson í fjarnámi á Háskólabrú.

Þá hlaut Júlíus Sigurþórsson sérstaka viðurkenningu fyrir einstakt framlag til félagsmála en hann var formaður Nemendafélagsins Tinds.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×