Innlent

Vélsleði brann í Granaskjóli

Vélsleðinn var kaffærður í froðu.
Vélsleðinn var kaffærður í froðu. Mynd/ Baldur

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Granaskjóli 34 fyrir stundu vegna vélsleða sem stóð á björtu báli á plani hússins. Nærliggjandi götum var lokað meðan á slökkvistarfinu stóð en talsverður reykur var vegna brunans.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu var ekki teljandi hætta af brunanum en engu að síður var mikið hringt á slökkviliðið vegna þessa gífurlega reyks sem myndaðist vegna brunans.

Vélsleðinn var kaffærður í froðu en hún er allajafna notuð vegna olíuelda eða aðrar aðstæður þar sem kæfa þarf eldinn. Ekki mun hafa verið þörf á því í þessu tilviki en froðan var í dælum bílsins vegna æfinga sem stóðu yfir í dag þar sem notast var við froðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×