Lífið

Íslenskt stefnumót Travolta

John Travolta í hlutverki Ryders í myndinni Taking of Pelham 1 2 3. Sá segist hafa farið í hundasleðaferð á Íslandi með undirfatafyrirsætu.
John Travolta í hlutverki Ryders í myndinni Taking of Pelham 1 2 3. Sá segist hafa farið í hundasleðaferð á Íslandi með undirfatafyrirsætu.

John Travolta segir Denzel Washington frá stefnumóti sínu við undirfatafyrirsætu á Íslandi í þeirra nýjustu spennumynd, Taking of Pelham 1 2 3.

Travolta leikur náunga að nafni Ryder, fyrrverandi fjárfesti á Wall Street, sem rænir neðanjarðarlest í New York og krefst lausnargjalds fyrir farþegana.

Washington leikur starfsmann lestarsamgöngumála í New York sem reynir að semja við Travolta í gegnum símann. Í einu atriðinu þegar stund gefst milli stríða segir Travolta frá því þegar íslenskur sleðahundur skeit á hann er hann var á stefnumóti með fyrirsætunni.

Taking of Pelham 1 2 3 er önnur endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1974, en fyrri endurgerðin kom út 1998. Gagnrýnendur hafa flestir lokið lofsorði á myndina. Er hún sögð sú fyrsta með Travolta í hlutverki illmennisins sem er þess virði að horfa á. Samræður þeirra Travolta og Washington eru þó stundum sagðar kjánalegar, eins og einræða Travolta um fyrirsætuna og sleðahundinn ber vott um.

Þetta er auðvitað ekki í fyrsta skipti sem litla Ísland kemur fyrir í Hollywood og tengdum viðburðum. Því landið hefur komið fyrir í kvikmyndum á borð við Fish Called Wanda og svo hafa sjónvarpsþættirnir Sopranos og Simpsons minnst á eyjuna í Norður-Atlantshafi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.