Innlent

Vilja frekari gögn um síld í Vestmannaeyjahöfn

Sjávarútvegsráðuneytið hefur óskað eftir því við Hafrannsóknastofnun að hún afli frekari gagna um ástandið í Vestmannaeyjahöfn í samstarfi við heimamenn og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Þetta er gert í framhaldi af því að bæjaryfirvöld í Eyjum hafa krafist þess að fá að veiða sem mest af dauðri og deyjandi síld í höfninni áður en hún fer að valda þar mengun.

Stefnt er að því að niðurstöður liggi fyrir innan fárra daga, en á dögunum lagðist Hafrannsóknastofnun gegn síldveiðum í höfninni þar sem þær grundvölluðust ekki á fiskifræðilegum niðurstöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×