Innlent

Róleg nótt hjá lögreglu

Gærkvöldið og nóttin virðist hafa verið róleg hjá lögreglunni víðsvegar um landið ef frá er talið þegar sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út á Akranesi í gær vegna ölvaðs og vopnaðs manns.

Víða skemmti fólk sér og lítur út fyrir að skemmtanahaldið hafa gengið áfallalaust fyrir sig.

Lögreglan á Akureyri stöðvaði þó för tveggja ökumanna sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá handtók lögreglan á Húsavík ökumann sem einnig var grunaður um fíkniefnaakstur.


Tengdar fréttir

Sérsveitin kölluð út vegna vopnaðs manns

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð að einkahúsi á Presthúsabraut á Akranesi í gærkvöldi. Þar var ölvaður og vopnaður maður handtekinn sem gisti fangageymslur lögreglunnar á Akranesi í nótt. Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, verður yfirheyrður síðar í dag. Hann var einn í húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×