Erlent

Hljóp út af pizzastað þegar skatturinn mætti

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Starfsmaður á pizzastað í Árósum tók til fótanna, hljóp út af staðnum og lét sig hverfa þegar rannsóknarsveit skattyfirvalda stormaði þar óvænt inn fyrr í vikunni. Ástæðan var sú að dönsk skattyfirvöld standa nú fyrir sérstöku átaki sem beint er gegn svartri atvinnustarfsemi og innflytjendum sem starfa í landinu án atvinnuleyfis. Alls fengu ellefu fyrirtæki í bænum heimsókn í vikunni og var meðal annars litið í bókhald þeirra auk þess sem launagreiðslur og réttindi starfsfólks voru könnuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×