Erlent

Þrettán fallnir í árás byssumannsins í Bandaríkjunum

Þrettán hið minnsta féllu þegar byssumaður hóf skothríð í þjónustumiðstöð fyrir innflytjendur í bænum Binghamton í New York ríki í Bandaríkjunum síðdegis. Tuttugu og sex munu hafa særst.

Talið er að árásarmaðurinn sé með fjörutíu manns í gíslingu. Fregnir eru enn óljósar af atburðarásinni. Sérsveitarmenn og fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, eru á vettvangi og einnig samningamenn til að ræða við árásarmanninn um launs gísla.




Tengdar fréttir

Fjórir skotnir -gíslar teknir

Að minnsta kosti fjórir hafa verið skotnir og margir gíslar eru í haldi í bænum Binghamton í New York fylki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×