Vilja nýjan flugskóla á Keflavíkurflugvöll 3. apríl 2009 06:15 Forsvarsmenn hollenska fyrirtækisins ECA líta meðal annars til þess að góð aðstaða er á Miðnesheiði, bæði íbúðarhúsnæði og stærðarinnar flugskýli. Fréttablaðið/Heiða Til greina kemur að höfuðstöðvum alþjóðlegs flugskóla verði fundinn staður á Keflavíkurflugvelli. Ef af verður gætu orðið til á annað hundrað störf fyrir tæknimenn, flugvirkja, flugmenn og fleiri. Það er hollenska fyrirtækið ECA sem kannar nú möguleika á uppbyggingu á Miðnesheiði, segir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri samgönguskóla Keilis. Hann segir lítið um málið að segja á þessu stigi, enda Keflavíkurflugvöllur aðeins einn af þeim stöðum sem forsvarsmenn flugskólans hafi skoðað. Málið er á algeru byrjunarstigi, segir Hjálmar. Til standi að stofna flugskóla fyrir lengra komna nemendur, og kenna á ýmsar tegundir loftfara, allt frá flugdrekum að þyrlum og þotum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ætla forsvarsmenn ECA að taka ákvörðun um staðsetningu á næstu vikum. Meðal staða sem keppa við Keflavíkurflugvöll um hylli félagsins er Goose Bay á austurströnd Kanada. Keilir vinnur þessa dagana að uppbyggingu alþjóðlegs flugskóla á Miðnesheiði. Hjálmar segir skólann stefna að því að laða erlenda nemendur að náminu. Verði af stofnun skóla ECA á Keflavíkurflugvelli verði það í samstarfi við Keili, og gæti mögulega flýtt fyrir þeirri útrás. ECA hefur á undanförnum árum rekið alþjóðlega þyrluleigu, og leigir meðal annars Atlantshafsbandalaginu fjölmargar þyrlur sem notaðar eru í Afganistan. Þá hefur fyrirtækið tekið að sér þjálfun herflugmanna ýmissa þjóðríkja. Stefnt er að því að halda þeirri starfsemi áfram, en slík þjálfun mun, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, fara fram í þeim löndum sem kaupa munu þjónustuna. Verði af uppbyggingu flugskóla fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli yrði flugmönnum kennt á fjölmargar tegundir flugvéla og þyrla. Þá er stefnt að því að fyrirtækið leigi erlendum flugherjum ýmiss konar æfingabúnað, sem notaður yrði í þeim löndum sem leigja búnaðinn. Ef af verður mun viðhald á fjölmörgum flugvélum félagsins að líkindum færast hingað til lands. Mikil leynd hvílir yfir áhuga ECA, og segja heimildarmenn Fréttablaðsins gríðarlega hagsmuni í húfi fyrir það land sem verði fyrir valinu fyrir uppbyggingu flugskólans. Málið hefur verið kynnt fyrir Össuri Skarphéðinssyni, utanríkis- og iðnaðarráðherra, en er ekki á hans borði, segir Kristján Guy Burgess, aðstoðarmaður ráðherra. brjann@frettabladid.is Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
Til greina kemur að höfuðstöðvum alþjóðlegs flugskóla verði fundinn staður á Keflavíkurflugvelli. Ef af verður gætu orðið til á annað hundrað störf fyrir tæknimenn, flugvirkja, flugmenn og fleiri. Það er hollenska fyrirtækið ECA sem kannar nú möguleika á uppbyggingu á Miðnesheiði, segir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri samgönguskóla Keilis. Hann segir lítið um málið að segja á þessu stigi, enda Keflavíkurflugvöllur aðeins einn af þeim stöðum sem forsvarsmenn flugskólans hafi skoðað. Málið er á algeru byrjunarstigi, segir Hjálmar. Til standi að stofna flugskóla fyrir lengra komna nemendur, og kenna á ýmsar tegundir loftfara, allt frá flugdrekum að þyrlum og þotum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ætla forsvarsmenn ECA að taka ákvörðun um staðsetningu á næstu vikum. Meðal staða sem keppa við Keflavíkurflugvöll um hylli félagsins er Goose Bay á austurströnd Kanada. Keilir vinnur þessa dagana að uppbyggingu alþjóðlegs flugskóla á Miðnesheiði. Hjálmar segir skólann stefna að því að laða erlenda nemendur að náminu. Verði af stofnun skóla ECA á Keflavíkurflugvelli verði það í samstarfi við Keili, og gæti mögulega flýtt fyrir þeirri útrás. ECA hefur á undanförnum árum rekið alþjóðlega þyrluleigu, og leigir meðal annars Atlantshafsbandalaginu fjölmargar þyrlur sem notaðar eru í Afganistan. Þá hefur fyrirtækið tekið að sér þjálfun herflugmanna ýmissa þjóðríkja. Stefnt er að því að halda þeirri starfsemi áfram, en slík þjálfun mun, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, fara fram í þeim löndum sem kaupa munu þjónustuna. Verði af uppbyggingu flugskóla fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli yrði flugmönnum kennt á fjölmargar tegundir flugvéla og þyrla. Þá er stefnt að því að fyrirtækið leigi erlendum flugherjum ýmiss konar æfingabúnað, sem notaður yrði í þeim löndum sem leigja búnaðinn. Ef af verður mun viðhald á fjölmörgum flugvélum félagsins að líkindum færast hingað til lands. Mikil leynd hvílir yfir áhuga ECA, og segja heimildarmenn Fréttablaðsins gríðarlega hagsmuni í húfi fyrir það land sem verði fyrir valinu fyrir uppbyggingu flugskólans. Málið hefur verið kynnt fyrir Össuri Skarphéðinssyni, utanríkis- og iðnaðarráðherra, en er ekki á hans borði, segir Kristján Guy Burgess, aðstoðarmaður ráðherra. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira