Erlent

Bankamaður látinn laus gegn met tryggingu

Óli Tynes skrifar
Julius Meinl V er líklega ekki svona brosleitur í dag.
Julius Meinl V er líklega ekki svona brosleitur í dag.

Stjórnarformaður Meinl bankans í Austurríki hefur verið látinn laus úr fangelsi gegn hæstu tryggingu sem sett hefur verið þar í landi.

Julius Meinl V var handtekinn síðastliðinn miðvikudag og gefið að sök að hafa svikið viðskiptavini bankans með leynilegum endurkaupum á hlutabréfum.

Hann þurfti að reiða fram 100 milljónir evra til þess að losna úr fangelsinu. Það eru rífir sextán milljarðar íslenskra króna.

Meinl sem hefur breskan ríkisborgararétt var einnig gert að skila inn vegabréfi sínu til þess að koma í veg fyrir að hann flýi land.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×