Erlent

Tyrkir bregða fæti fyrir Anders Fogh

Óli Tynes skrifar
Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur.
Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur.

Forsætisráðherra Tyrklands gagnrýndi í dag enn einusinni Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur.

Útlit er fyrir að Tyrkir reyni að koma í veg fyrir að Anders Fogh verði útnefndur framkvæmdastjóri NATO á sextíu ára afmælisfundi bandalagsins sem hefst í dag.

Á fundi með fréttamönnum í dag sagði Erdogan að persónulega liti hann neikvætt á að Daninn verði framkvæmdastjóri.

Tyrkjum er í nöp við Anders Fogh vegna múhameðsteikninganna. Hann neitaði að hafa nokkur afskipti af málinu á þeim forsendum að ríkisstjórnin réði engu um hvað danskir fjölmiðlar birtu.

Auk þess eru Tyrkir ósáttir við að kúrdar skuli fá að reka sjónvarpsstöð í Danmörku.

Samþykki allra aðildarríkjanna þarf við val á framvæmdastjóra NATO og Tyrkir geta því brugðið fæti fyrir Anders Fogh.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×