Erlent

Rannsaka hýðingu á öskrandi konu

Pakistönsk yfirvöld hafa fyrirskipað rannsókn á upptöku sem sýnir mann hýða öskrandi konu fyrir framan áhorfendaskara vegna meintra hjúskaparbrota.

Upptakan er gerð að áhorfanda fyrir níu mánuðum í Swat dal. Yfirvöld í Pakistan hafa gert friðarsamkomulag við harðlínuklerka úr röðum Talíbana sem ráð þar. Umdeilt samkomulag var gert við þá um gildistöku íslamskra sharia laga á svæðinu.

Mannúðarsamtök fordæma hýðinguna en talsmaður klerkanna segir myndbandið birt til að ófrægja þá og trúnna. Karlar jafnt sem konur sæti refsingum sem þessum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×