Erlent

Drap ísraelskan dreng með ísöxi

Gyðingur í Bat Ayin-landnemabyggðinni á Vesturbakkanum heldur á dóttur sinni á meðan hann fylgist með ísraelskum hermönnum vígbúast.Fréttablaðið/ap
Gyðingur í Bat Ayin-landnemabyggðinni á Vesturbakkanum heldur á dóttur sinni á meðan hann fylgist með ísraelskum hermönnum vígbúast.Fréttablaðið/ap

 Palestínskur uppreisnarmaður gekk berserksgang í landnemabyggð gyðinga á Vestur­bakkanum í gær, myrti þrettán ára ísraelskan pilt með ísöxi og særði sjö ára dreng áður en hann flúði af vettvangi.

Árásin þykir mikill prófsteinn á Benjamín Netanjahú, nýjan forsætisráðherra Ísraels, sem hefur lofað því að taka á uppreisnarmönnum af hörku og hefur lýst efasemdum um möguleikann á friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Talsmaður stjórnarinnar kallaði árásina í gær „glórulaust grimmdarverk gegn saklausu fólki“. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×