Enski boltinn

Owen er ekki að hætta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Michael Owen.
Michael Owen. Nordic Photos/Getty Images

Umboðsskrifstofa Michael Owen hefur borið til baka fregnir þess efnis að framherjinn muni leggja skóna á hilluna í sumar.

Samningur hans við Newcastle rennur út í sumar og höfðu einhverjir miðlar greint frá því að hann ætlaði að hætta í fótbolta og snúa sér alfarið að því að þjálfa hesta en Owen er mikill hestaáhugamaður.

Owen hefur aðeins verið í byrjunarliði 58 sinnum á síðustu fjórum árum.

Umboðsskrifstofa Owens segir að hann eigi nóg eftir og ætli sér að halda áfram í fótbolta. Hún varar fjölmiðla einnig við því að fara fram með rangar fréttir því þeir muni ekki hika að fara í meiðyrðamál við slíka fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×