Innlent

Skipan þriggja saksóknara frestað vegna uppnáms í ríkisstjórn

Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra.
Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra. Mynd/Daníel Rúnarsson
Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra,hefur frestað því um nokkra daga að skipa þrjá nýja saksóknara til að rannsaka bankahrunið. Til stóð að þeir yrðu skipaðir eigi síðar en í dag.

Ellefu manns sóttu um. Samkvæmt upplýsingum úr dómsmálaráðuneytinu var hringt í alla umsækjendur og þeim sagt að skipanin tefðist, líklega um nokkra daga.

Samkvæmt heimildum Vísis er aðeins ein ástæða fyrir töfinni. Hún er sú að ríkisstjórnin var í fullkomnu uppnámi í gær og því ekki víst hvort sá ráðherra sem nú situr, myndi skipa saksóknarana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×