Innlent

Þrír á slysadeild eftir umferðarslys við Smáralind

Þrír voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja fólksbíl á gatnamótum Dalvegs og Fífuhvammsvegar við verslunarmiðstöðina Smáralind á áttunda tímanum í kvöld. Tveir sjúkrabílar og einn tækjabíll fóru á vettvang.

Samkvæmt upplýsingum hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er fólkið ekki talið mikið slasað.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um tildrög slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×