Innlent

Þingmenn Hreyfingarinnar skrifuðu Jóhönnu og Steingrími bréf

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þingmenn Hreyfingarinnar skriifuðu forystumönnum ríkisstjórnarinnar bréf. Mynd/ vilhelm
Þingmenn Hreyfingarinnar skriifuðu forystumönnum ríkisstjórnarinnar bréf. Mynd/ vilhelm
Þingmenn Hreyfingarinnar, sem áður voru þingmenn Borgarahreyfingarinnar, hafa ritað forystumönnum ríkisstjórnarinnar bréf þar sem farið er fram á að ekki verði skrifað undir nokkra samninga né skjöl tengd Icesave-deilunni fyrir Íslands hönd fyrr en málið hafi hlotið þinglega meðferð og viðkomandi samningar kynntir fyrir þeim þingnefndum sem um málið hafa fjallað.

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hafa Hollendingar og Bretar gert athugasemdir við fyrirvara við Icesave samkomulagið sem samþykktir voru í lok ágúst. Því þykir líklegt að breytingar verði gerðar á þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×