Ríkisstjórn í ólgusjó 1. október 2009 06:00 Mynd/Vilhelm Gunnarsson Eindregin krafa oddvita ríkisstjórnarflokkanna um að væntanleg lausn á Icesave-málinu verði gerð í nafni allrar ríkisstjórnarinnar varð til þess að Ögmundur Jónasson sagði af sér embætti heilbrigðisráðherra í gær. Ötullega hefur verið unnið að lausn Icesave-málsins síðan formleg viðbrögð Breta og Hollendinga við lögum Alþingis bárust um miðjan september. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur tvennt í þeim. Annars vegar að ríkisábyrgð á lánveitingum nái aðeins til ársins 2024, óháð því hvort lánin hafi þá verið uppgreidd eða ekki. Hins vegar að í lögunum sé tekið fram að Ísland viðurkenni ekki skyldur sínar til greiðslu og hafi ekki fallið frá rétti sínum til að fá úr því álitamáli skorið. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra bera þá von í brjósti að úr leysist á allra næstu dögum. Þingflokkur Samfylkingarinnar lýsti í gær yfir stuðningi við Jóhönnu í málinu en þingflokksfundur Vinstri grænna hófst seint í gærkvöldi og stóð enn þegar blaðið fór í prentun. „Nú tek ég það fram að ég hef ekki gefið mér neitt um hver mín afstaða verður í þessu Icesave-máli. Ég vil að það fái þinglega meðferð og þingið komi óbundið að því. Í mínum huga er þetta ekkert smámál; þetta er grundvallaratriði í þessu stóra máli, sem er miklu stærra en ríkisstjórnin og nokkur stjórnmálaflokkur innan veggja þingsins," segir Ögmundur Jónasson í viðtali við Fréttablaðið í dag. Viðmælendur Fréttablaðsins eru almennt sammála um að ríkisstjórnin standi veikari eftir gærdaginn. Engu að síður eru þingmenn beggja stjórnarflokka einhuga um að halda stjórnarsamstarfinu áfram. Þing verður sett í dag og fjárlagafrumvarpið kynnt. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er reiknað með rúmlega áttatíu milljarða króna gati á fjárlögum næsta árs. Ríkið þarf að greiða um eitt hundrað milljarða króna í vaxtagjöld á næsta ári. - bþs, kóp / sjá síður 6, 8 og 10 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Eindregin krafa oddvita ríkisstjórnarflokkanna um að væntanleg lausn á Icesave-málinu verði gerð í nafni allrar ríkisstjórnarinnar varð til þess að Ögmundur Jónasson sagði af sér embætti heilbrigðisráðherra í gær. Ötullega hefur verið unnið að lausn Icesave-málsins síðan formleg viðbrögð Breta og Hollendinga við lögum Alþingis bárust um miðjan september. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur tvennt í þeim. Annars vegar að ríkisábyrgð á lánveitingum nái aðeins til ársins 2024, óháð því hvort lánin hafi þá verið uppgreidd eða ekki. Hins vegar að í lögunum sé tekið fram að Ísland viðurkenni ekki skyldur sínar til greiðslu og hafi ekki fallið frá rétti sínum til að fá úr því álitamáli skorið. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra bera þá von í brjósti að úr leysist á allra næstu dögum. Þingflokkur Samfylkingarinnar lýsti í gær yfir stuðningi við Jóhönnu í málinu en þingflokksfundur Vinstri grænna hófst seint í gærkvöldi og stóð enn þegar blaðið fór í prentun. „Nú tek ég það fram að ég hef ekki gefið mér neitt um hver mín afstaða verður í þessu Icesave-máli. Ég vil að það fái þinglega meðferð og þingið komi óbundið að því. Í mínum huga er þetta ekkert smámál; þetta er grundvallaratriði í þessu stóra máli, sem er miklu stærra en ríkisstjórnin og nokkur stjórnmálaflokkur innan veggja þingsins," segir Ögmundur Jónasson í viðtali við Fréttablaðið í dag. Viðmælendur Fréttablaðsins eru almennt sammála um að ríkisstjórnin standi veikari eftir gærdaginn. Engu að síður eru þingmenn beggja stjórnarflokka einhuga um að halda stjórnarsamstarfinu áfram. Þing verður sett í dag og fjárlagafrumvarpið kynnt. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er reiknað með rúmlega áttatíu milljarða króna gati á fjárlögum næsta árs. Ríkið þarf að greiða um eitt hundrað milljarða króna í vaxtagjöld á næsta ári. - bþs, kóp / sjá síður 6, 8 og 10
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira