Innlent

Handteknir með heimatilbúnar sprengjur

Frá Austurvelli fyrr í dag.
Frá Austurvelli fyrr í dag.

Lögregla handtók tvo karlmenn síðdegis á Austurvelli þegar Alþingi var sett. Mennirnir voru með flugelda og það sem lögregla telur vera heimatilbúnar sprengjur. Mönnunum, sem eru fæddir 1974 og 1985, hefur verið sleppt, að sögn lögreglu.

Lögregla var með mikinn viðbúnað við þingsetninguna en tæplega 200 manns tóku þátt í mótmælum á Austurvelli í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×