Þingsetning í skugga pólitísks glundroða 1. október 2009 05:30 Gengið til þingsetningar. Þing kom saman 15. maí eftir kosningarnar í apríllok. Ríkisstjórnin var þá full orku og sjálfstrausts. Annað er uppi á teningunum nú; stjórnin kemur löskuð til þings.fréttablaðið/gva Staða ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur er afar veik eftir atburði síðustu daga og óvíst hvort hún hefur pólitískt þrek til að starfa mikið lengur. Afsögn Ögmundar Jónassonar og óljós staða Icesave-málsins ráða mestu en fleira kemur til. Togstreitu gætir í röðum Samfylkingarinnar í garð samstarfsflokksins. Til að mynda eru Samfylkingarþingmenn óánægðir með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um að una ekki úrskurði Skipulagsstofnunar um ónauðsyn sameiginlegs mats á umhverfisáhrifum Helguvíkurálvers. Jafnframt telja þeir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ganga fullhart fram í andstöðu sinni við ESB-aðild. Enda þótt hann sé frjáls að skoðunum sínum hafi ríkisstjórn og Alþingi ákveðið að ganga til aðildarviðræðna við sambandið. Hvað sem þessari óánægju líður telja þeir þingmenn Samfylkingarinnar sem Fréttablaðið ræddi við annað ríkisstjórnarsamstarf ófært. Hinir sömu sögðu algjöra einurð ríkja í þingflokki sínum um að halda áfram samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og semja þannig um Icesave að Bretar og Hollendingar geti við unað. Að öðrum kosti sé endurreisn efnahagslífsins ómöguleg. Jóhanna Sigurðardóttir hefur því stuðning alls síns liðs. Staðan innan VG er flóknari. Efasemda gagnvart Icesave gætir víðar en hjá Ögmundi Jónassyni. Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, Lilju Mósesdóttur og Ásmundi Einari Daðasyni er í nöp við málið en heldur er talið að Guðfríður Lilja og Ásmundur greiði götu þess þegar ríkisstjórninni, undir forystu Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, hefur auðnast að ná samkomulagi við viðsemjendurna. Með öllu er óvíst um afstöðu Lilju Mósesdóttur. Innan þingflokks VG er, líkt og hjá Samfylkingunni, full samstaða um að halda beri stjórnarsamstarfinu áfram. Þingsetningarathöfnin hefst á guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö í dag. Að henni lokinni verður eiginleg þingsetning í Alþingishúsinu með ávarpi forseta. Fjárlagafrumvarpinu verður útbýtt klukkan fjögur. Stefnuræða forsætisráðherra er áformuð á mánudag. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira
Staða ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur er afar veik eftir atburði síðustu daga og óvíst hvort hún hefur pólitískt þrek til að starfa mikið lengur. Afsögn Ögmundar Jónassonar og óljós staða Icesave-málsins ráða mestu en fleira kemur til. Togstreitu gætir í röðum Samfylkingarinnar í garð samstarfsflokksins. Til að mynda eru Samfylkingarþingmenn óánægðir með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um að una ekki úrskurði Skipulagsstofnunar um ónauðsyn sameiginlegs mats á umhverfisáhrifum Helguvíkurálvers. Jafnframt telja þeir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ganga fullhart fram í andstöðu sinni við ESB-aðild. Enda þótt hann sé frjáls að skoðunum sínum hafi ríkisstjórn og Alþingi ákveðið að ganga til aðildarviðræðna við sambandið. Hvað sem þessari óánægju líður telja þeir þingmenn Samfylkingarinnar sem Fréttablaðið ræddi við annað ríkisstjórnarsamstarf ófært. Hinir sömu sögðu algjöra einurð ríkja í þingflokki sínum um að halda áfram samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og semja þannig um Icesave að Bretar og Hollendingar geti við unað. Að öðrum kosti sé endurreisn efnahagslífsins ómöguleg. Jóhanna Sigurðardóttir hefur því stuðning alls síns liðs. Staðan innan VG er flóknari. Efasemda gagnvart Icesave gætir víðar en hjá Ögmundi Jónassyni. Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, Lilju Mósesdóttur og Ásmundi Einari Daðasyni er í nöp við málið en heldur er talið að Guðfríður Lilja og Ásmundur greiði götu þess þegar ríkisstjórninni, undir forystu Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, hefur auðnast að ná samkomulagi við viðsemjendurna. Með öllu er óvíst um afstöðu Lilju Mósesdóttur. Innan þingflokks VG er, líkt og hjá Samfylkingunni, full samstaða um að halda beri stjórnarsamstarfinu áfram. Þingsetningarathöfnin hefst á guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö í dag. Að henni lokinni verður eiginleg þingsetning í Alþingishúsinu með ávarpi forseta. Fjárlagafrumvarpinu verður útbýtt klukkan fjögur. Stefnuræða forsætisráðherra er áformuð á mánudag. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira