Innlent

Svínaflensan heldur í rénun

Mynd/GVA

Svo virðist sem svínaflensan svonefnda hafi náð toppi að undanförnu og sé nú heldur í rénun. Þetta segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir.

„Það hefur verið talað um að hún væri væg, en við vitum þó af tveimur einstaklingum sem lent hafa á spítala vegna hennar," segir sóttvarnalæknir.

„Um er að ræða unga stúlku sem var með asma, svo og mann sem veiktist mikið og lenti á gjörgæslu."

Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að byrjað verði að bólusetja fólk um næstu mánaðamót, áður en næsta bylgja af flensunni ríður yfir. - jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×