Innlent

Fengu að skoða ísgerðina

Jón og Hjálmar, ásamt forstjóra Emmessís, fengu sér ís í Álfheimum.
Jón og Hjálmar, ásamt forstjóra Emmessís, fengu sér ís í Álfheimum.

Göngu þeirra Jóns Björnssonar og Hjálmars Forna Steingrímssonar frá Ísafirði til höfuð­borgarinnar lauk á Kaffi Reykjavík seinni partinn á sunnudag. Fréttablaðið greindi frá því fyrir helgi að þeir félagar hefðu ákveðið að ganga leiðina, sem er 450 kílómetrar, til að fá sér ís í Reykjavík.

Böðvar Þórisson, forstjóri Emmessís, tók á móti þeim Jóni og Hjálmari þegar þeir komu til Reykjavíkur. Heimsóttu þeir ísbúðina í Álfheimum og Kaffi Reykjavík, sem allar vegalengdir á landinu miðast við. Á þriðjudag var Jóni og Hjálmari svo boðið í sýningarferð um Emmess-ísgerðina, þar sem þeir fengu að bragða á ísnum.- kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×