Innlent

Ekið á litla stúlku

Ekið var á 10 ára stúlku í miðborginni í gærmorgun. Betur fór þó en á horfðist því hún slapp með minniháttar áverka.

Samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu reyndist stúlkan bæði marin og með eymsli eftir höggið en hún fékk að fara til síns heima eftir að hafa undirgengist skoðun á slysadeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×