Íslenski boltinn

Heimir Guðjónsson: Sterkur sigur

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Mynd/Vilhelm

„Þetta var sterkur sigur. Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfeik og vorum of langt frá mönnunum okkar varnarlega og mikið um sendingafeila. Þrátt fyrir það sköpuðum við okkur tvö dauðafæri og brenndum af vítaspyrnu," sagði Heimir.

„Í seinni hálfleik fannst mér liðið stíga upp og spila mjög vel og vinna sanngjarnan sigur að mínu mati gegn mjög sterku og vel skipulögðu Framliðið sem er mjög erfitt að brjóta niður. Þess vegna er ég sáttur við karakterinn sem liðið sýndi."

„Þetta var ekkert ósvipað og þegar við spiluðum við þá hér í fyrra. Þá vorum við slakir í fyrri hálfleik en komum sterkir upp í síðari hálfleik. Það þarf ákveðna þolinmæðisvinnu til að brjóta þess vörn Fram á bak aftur en okkur tókst það í dag."

Litlu munaði að Fram jafnaði metin á lokamínútunum þegar Alexander Veigar Þórarinsson skaut í stöng úr fínu færi. „Maður hugsaði með sér þegar hann skaut í stöngina að nú væri smá heppni að falla með okkur," sagði Heimir.

Skömmu áður skipti Heimir Tommy Nielsen inn í vörnina en hann var ekkert hræddur við að riðla varnarleiknum í lokin með skiptingunni. „Tommy Nielsen er okkar reyndasti maður og hefur staðið sig frábærlega með FH. Ég vildi setja hann inn síðustu 10 mínúturnar til að kom skikk á vörnina og tala við mennina í kringum sig. Hann er frábær leiðtogi og gerði þetta mjög vel. Hann var að hreinsa upp á síðustu mínútunum mjög vel," sagði þjálfari Íslandsmeistaranna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×