Þeirri spurningu er velt upp í kanadískum fjölmiðli í dag, hvort Kanadamenn ættu að kaupa Ísland og gera það að ellefta héraði landsins.
Þessar vangaveltur birtast í netmiðlinum nationapost.com vegna fréttar sem birtist í vikunni í miðlinum um fall íslensku ríkissstjórnarinnar. Einn lesandi bendir á að þegar fyrirtæki verði gjaldþrota, kaupi einhver þrotabúið. Lesandinn veltir því fyrir sér hvort að Kandamenn ættu að leggja inn tilboð í Ísland.
Bæði löndin séu á norðurhveli jarðar og rótgrónar Íslendingabyggðir séu í Manitoba. Ef þetta gengi eftir myndu gjöful fiskimið opnast atvinnulausum kanadískum sjómönnum sem og aðgangur að óþrjótandi jarðvarma. Ef Ísland yrði innlimað í Kanada væri hækka að víkka út yfirráðakröfur á heimsskautasvæðinu.
Að ekki sé minnst á endalausar birgðir af hreinum ís og vatni til að búa til vodka. Það eina sem sé þá eftir, sé að læra að stafa nafnið Reykjavík.