Lífið

Paris neitaði Bruno sem þurfti að sætta sig við Eminem

Paris Hilton
Paris Hilton
Uppákoman á MTV verðlaunahátíðinni fyrr í mánuðinum þar sem Bruno datt ofan á Eminem er flestum sennilega enn í fersku minni. Síðar kom í ljós að atriðið var fyrirfram ákveðið en margir héldu að um slys hefði verið að ræða. Nú hefur komið í ljós að upphaflega hugmyndin var að fá sjálfa Paris Hilton til þess að taka þátt í atriðinu. Hún neitaði.

Leikarinn Sacha Baron Cohen, sem er hvað þekktastur fyrir að túlka Borat, hefur slegið í gegn með Austurrísku tískulöggunni Bruno. Á hátíðinni kom hann fljúgandi yfir salinn og staðnæmdist fyrir ofan rapparann. Því næst var honum slakað niður þannig að klof löggunnar snéri að andliti rapparans. Það endaði með því að Eminem rauk útaf verðlaununum.

Paris Hilton segir í samtali vð Extra TV að framleiðandinn Mark Burnett hafi beðið sig að taka þátt í einhverju sem væri alveg klikkað og út frá því gætu orðið smá slagsmál.

„Ég var bara, ég vil ekki láta neitt koma fyrir mig sem gæti gert það að verkum að ég yrði slegin í andlitið, þannig að ég vildi ekki taka þátt í þessu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.