Ögmundur: Viðbrögð Samfylkingarinnar koma á óvart 17. nóvember 2009 19:28 Mynd/Arnþór Birkisson Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir að það hafi komið sér á óvart að þingmönnum Samfylkingarinnar þætti óeðlilegt að þingmaður annars stjórnarflokksins gerðist formaður samtaka sem berjist gegn aðild að Evrópusambandinu á sama tíma og ríkisstjórnin sæki um aðild að sambandinu. Hann spyr hvort einungis megi tala fyrir inngöngu. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, var kosinn formaður Heimssýnar á aðalfundi félagsins í fyrradag en félagið berst gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Á fundi með flokksfélögum sínum í gær sagðist Ásmundur ætla að gera Samfylkingunni lífið leitt þegar kemur að Evrópumálum. Þeir þingmenn Samfylkingarinnar sem fréttastofa ræddi við í gær undrast þá ákvörðun Ásmundar að taka að sér forystu í Heimssýn. Eitt sé að vera á móti Evrópusambandinu en annað að beinlínis leiða samtök sem berjast gegn helsta stefnumáli samstarfsflokks Vinstri grænna í ríkisstjórn. Ögmundur segir í pistli á heimasíðu sinni að þetta hafi komið honum á óvart. „Ásmundur Einar hefur svarað þessu vel og tek ég hjartanlega undir sjónarmið hans. Sjálfur stend ég að aðildarumsókn að ESB til að framfylgja kröfum í þjóðfélaginu um lýðræðislega afgreiðslu á þessu máli án þess nokkurn tímann að hafa látið af andstöðu minni við aðild." Þá segist Ögmundur aldrei hafa verið því eins fráhverfur og nú að Íslandi gangi í Evrópusambandið. „Má ég ekki segja það? Má bara tala fyrir inngöngu og að það sé allra meina bót að Ísland gangi í ESB? Að sjálfsögðu er það ekki svo enda hef ég ekki trú á því að þetta sé almennt viðhorf innan Samfylkingarinnar." Ögmundur segir brýnt að tekist sé málefnalega á um Evrópusambandsaðild. Það sé gott og lýðræðislega heilsusamlegt. „Í þeirri umræðu er þörf á umburðarlyndi. Þeir sem trúa á málstað sinn hafa alltaf efni á því - umburðarlyndinu." Tengdar fréttir Ásmundur ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt. Þetta sagði Ásmundur, sem er nýkjörinn formaður Heimssýnar, á opnum fundi Vinstri grænna á Sauðárkróki í gærkvöldi, að því er fréttavefurinn Feykir greinir frá. 17. nóvember 2009 13:22 Samfylkingarmenn undrandi yfir formennsku þingmanns VG Samfylkingarmenn undrast að þingmaður Vinstri grænna taki að sér formennsku í samtökum sem berjast gegn helsta stefnumáli Samfylkingarinnar. 16. nóvember 2009 19:30 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir að það hafi komið sér á óvart að þingmönnum Samfylkingarinnar þætti óeðlilegt að þingmaður annars stjórnarflokksins gerðist formaður samtaka sem berjist gegn aðild að Evrópusambandinu á sama tíma og ríkisstjórnin sæki um aðild að sambandinu. Hann spyr hvort einungis megi tala fyrir inngöngu. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, var kosinn formaður Heimssýnar á aðalfundi félagsins í fyrradag en félagið berst gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Á fundi með flokksfélögum sínum í gær sagðist Ásmundur ætla að gera Samfylkingunni lífið leitt þegar kemur að Evrópumálum. Þeir þingmenn Samfylkingarinnar sem fréttastofa ræddi við í gær undrast þá ákvörðun Ásmundar að taka að sér forystu í Heimssýn. Eitt sé að vera á móti Evrópusambandinu en annað að beinlínis leiða samtök sem berjast gegn helsta stefnumáli samstarfsflokks Vinstri grænna í ríkisstjórn. Ögmundur segir í pistli á heimasíðu sinni að þetta hafi komið honum á óvart. „Ásmundur Einar hefur svarað þessu vel og tek ég hjartanlega undir sjónarmið hans. Sjálfur stend ég að aðildarumsókn að ESB til að framfylgja kröfum í þjóðfélaginu um lýðræðislega afgreiðslu á þessu máli án þess nokkurn tímann að hafa látið af andstöðu minni við aðild." Þá segist Ögmundur aldrei hafa verið því eins fráhverfur og nú að Íslandi gangi í Evrópusambandið. „Má ég ekki segja það? Má bara tala fyrir inngöngu og að það sé allra meina bót að Ísland gangi í ESB? Að sjálfsögðu er það ekki svo enda hef ég ekki trú á því að þetta sé almennt viðhorf innan Samfylkingarinnar." Ögmundur segir brýnt að tekist sé málefnalega á um Evrópusambandsaðild. Það sé gott og lýðræðislega heilsusamlegt. „Í þeirri umræðu er þörf á umburðarlyndi. Þeir sem trúa á málstað sinn hafa alltaf efni á því - umburðarlyndinu."
Tengdar fréttir Ásmundur ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt. Þetta sagði Ásmundur, sem er nýkjörinn formaður Heimssýnar, á opnum fundi Vinstri grænna á Sauðárkróki í gærkvöldi, að því er fréttavefurinn Feykir greinir frá. 17. nóvember 2009 13:22 Samfylkingarmenn undrandi yfir formennsku þingmanns VG Samfylkingarmenn undrast að þingmaður Vinstri grænna taki að sér formennsku í samtökum sem berjast gegn helsta stefnumáli Samfylkingarinnar. 16. nóvember 2009 19:30 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Ásmundur ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt. Þetta sagði Ásmundur, sem er nýkjörinn formaður Heimssýnar, á opnum fundi Vinstri grænna á Sauðárkróki í gærkvöldi, að því er fréttavefurinn Feykir greinir frá. 17. nóvember 2009 13:22
Samfylkingarmenn undrandi yfir formennsku þingmanns VG Samfylkingarmenn undrast að þingmaður Vinstri grænna taki að sér formennsku í samtökum sem berjast gegn helsta stefnumáli Samfylkingarinnar. 16. nóvember 2009 19:30