Ögmundur: Viðbrögð Samfylkingarinnar koma á óvart 17. nóvember 2009 19:28 Mynd/Arnþór Birkisson Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir að það hafi komið sér á óvart að þingmönnum Samfylkingarinnar þætti óeðlilegt að þingmaður annars stjórnarflokksins gerðist formaður samtaka sem berjist gegn aðild að Evrópusambandinu á sama tíma og ríkisstjórnin sæki um aðild að sambandinu. Hann spyr hvort einungis megi tala fyrir inngöngu. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, var kosinn formaður Heimssýnar á aðalfundi félagsins í fyrradag en félagið berst gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Á fundi með flokksfélögum sínum í gær sagðist Ásmundur ætla að gera Samfylkingunni lífið leitt þegar kemur að Evrópumálum. Þeir þingmenn Samfylkingarinnar sem fréttastofa ræddi við í gær undrast þá ákvörðun Ásmundar að taka að sér forystu í Heimssýn. Eitt sé að vera á móti Evrópusambandinu en annað að beinlínis leiða samtök sem berjast gegn helsta stefnumáli samstarfsflokks Vinstri grænna í ríkisstjórn. Ögmundur segir í pistli á heimasíðu sinni að þetta hafi komið honum á óvart. „Ásmundur Einar hefur svarað þessu vel og tek ég hjartanlega undir sjónarmið hans. Sjálfur stend ég að aðildarumsókn að ESB til að framfylgja kröfum í þjóðfélaginu um lýðræðislega afgreiðslu á þessu máli án þess nokkurn tímann að hafa látið af andstöðu minni við aðild." Þá segist Ögmundur aldrei hafa verið því eins fráhverfur og nú að Íslandi gangi í Evrópusambandið. „Má ég ekki segja það? Má bara tala fyrir inngöngu og að það sé allra meina bót að Ísland gangi í ESB? Að sjálfsögðu er það ekki svo enda hef ég ekki trú á því að þetta sé almennt viðhorf innan Samfylkingarinnar." Ögmundur segir brýnt að tekist sé málefnalega á um Evrópusambandsaðild. Það sé gott og lýðræðislega heilsusamlegt. „Í þeirri umræðu er þörf á umburðarlyndi. Þeir sem trúa á málstað sinn hafa alltaf efni á því - umburðarlyndinu." Tengdar fréttir Ásmundur ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt. Þetta sagði Ásmundur, sem er nýkjörinn formaður Heimssýnar, á opnum fundi Vinstri grænna á Sauðárkróki í gærkvöldi, að því er fréttavefurinn Feykir greinir frá. 17. nóvember 2009 13:22 Samfylkingarmenn undrandi yfir formennsku þingmanns VG Samfylkingarmenn undrast að þingmaður Vinstri grænna taki að sér formennsku í samtökum sem berjast gegn helsta stefnumáli Samfylkingarinnar. 16. nóvember 2009 19:30 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir að það hafi komið sér á óvart að þingmönnum Samfylkingarinnar þætti óeðlilegt að þingmaður annars stjórnarflokksins gerðist formaður samtaka sem berjist gegn aðild að Evrópusambandinu á sama tíma og ríkisstjórnin sæki um aðild að sambandinu. Hann spyr hvort einungis megi tala fyrir inngöngu. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, var kosinn formaður Heimssýnar á aðalfundi félagsins í fyrradag en félagið berst gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Á fundi með flokksfélögum sínum í gær sagðist Ásmundur ætla að gera Samfylkingunni lífið leitt þegar kemur að Evrópumálum. Þeir þingmenn Samfylkingarinnar sem fréttastofa ræddi við í gær undrast þá ákvörðun Ásmundar að taka að sér forystu í Heimssýn. Eitt sé að vera á móti Evrópusambandinu en annað að beinlínis leiða samtök sem berjast gegn helsta stefnumáli samstarfsflokks Vinstri grænna í ríkisstjórn. Ögmundur segir í pistli á heimasíðu sinni að þetta hafi komið honum á óvart. „Ásmundur Einar hefur svarað þessu vel og tek ég hjartanlega undir sjónarmið hans. Sjálfur stend ég að aðildarumsókn að ESB til að framfylgja kröfum í þjóðfélaginu um lýðræðislega afgreiðslu á þessu máli án þess nokkurn tímann að hafa látið af andstöðu minni við aðild." Þá segist Ögmundur aldrei hafa verið því eins fráhverfur og nú að Íslandi gangi í Evrópusambandið. „Má ég ekki segja það? Má bara tala fyrir inngöngu og að það sé allra meina bót að Ísland gangi í ESB? Að sjálfsögðu er það ekki svo enda hef ég ekki trú á því að þetta sé almennt viðhorf innan Samfylkingarinnar." Ögmundur segir brýnt að tekist sé málefnalega á um Evrópusambandsaðild. Það sé gott og lýðræðislega heilsusamlegt. „Í þeirri umræðu er þörf á umburðarlyndi. Þeir sem trúa á málstað sinn hafa alltaf efni á því - umburðarlyndinu."
Tengdar fréttir Ásmundur ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt. Þetta sagði Ásmundur, sem er nýkjörinn formaður Heimssýnar, á opnum fundi Vinstri grænna á Sauðárkróki í gærkvöldi, að því er fréttavefurinn Feykir greinir frá. 17. nóvember 2009 13:22 Samfylkingarmenn undrandi yfir formennsku þingmanns VG Samfylkingarmenn undrast að þingmaður Vinstri grænna taki að sér formennsku í samtökum sem berjast gegn helsta stefnumáli Samfylkingarinnar. 16. nóvember 2009 19:30 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Ásmundur ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt. Þetta sagði Ásmundur, sem er nýkjörinn formaður Heimssýnar, á opnum fundi Vinstri grænna á Sauðárkróki í gærkvöldi, að því er fréttavefurinn Feykir greinir frá. 17. nóvember 2009 13:22
Samfylkingarmenn undrandi yfir formennsku þingmanns VG Samfylkingarmenn undrast að þingmaður Vinstri grænna taki að sér formennsku í samtökum sem berjast gegn helsta stefnumáli Samfylkingarinnar. 16. nóvember 2009 19:30