Innlent

Engar vísbendingar um saknæmt athæfi

MYND/Stefán

Maðurinn sem féll fram af svölum á þriðju hæð í Grafarholti í nótt er handleggs- og kjálkabrotinn en er ekki í lífshættu að sögn lögreglu. Hann er ekki kominn til meðvitundar. Maðurinn er á þrítugsaldri og enn er óljóst hvað varð til þess að hann féll fram af svölunum.

Annar aðili var í íbúðinni þegar maðurinn féll og hefur lögregla tekið skýrslu af honum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru engar vísbendingar um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað.




Tengdar fréttir

Þungt haldinn eftir fall

Maður liggur þungt haldinn á spítala eftir að hafa fallið úr nokkurri hæð af húsi í Grafarholti í nótt. Óljóst er um málavöxtu og verst lögregla allra frétta af málinu. Um er að ræða karlmann á þrítugsaldri og liggur hann á gjörgæslu Landspítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×