Atvinnumissir unnustu er mögulega orsök árásarinnar Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. nóvember 2009 06:00 Á vettvangi Hurðin sem skotið var á með haglabyssu aðfaranótt sunnudags. Fréttablaðið/Anton Par á þrítugsaldri var handtekið seint að kvöldi sunnudags vegna árásar með haglabyssu í Seljahverfi í Breiðholti um klukkan hálf fjögur aðfaranótt sunnudagsins. Maður á þrítugsaldri skaut nokkrum sinnum á útidyr og glugga, en húsráðandi náði að skella aftur hurðinni eftir að árásarmaðurinn hafði slegið hann í andlitið með byssuskeftinu. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var árásarmaðurinn síðdegis í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags. Einnig var farið fram á gæsluvarðhald yfir konunni, en dómari hafnaði því. Konan var því látin laus. Maðurinn sem ráðist var á býr einn í íbúð sinni og þekkti ekki árásarmanninn. Samkvæmt heimildum blaðsins tengjast þeir þó óbeint í því að fórnarlamb árásarinnar hafði verið vinnuveitandi unnustu árásarmannsins. Henni hafði verið sagt upp störfum og leikur því grunur á að um einhvers konar hefndaraðgerð hafi verið að ræða. Nágrannar í nærliggjandi húsum vöknuðu við skothvellina aðfaranótt sunnudagsins og var sumum hverjum nokkuð brugðið vegna atburðarins. Yfirheyrslur yfir parinu stóðu fram á miðjan dag í gær, eða þar til þau voru leidd fyrir dómara síðdegis vegna gæsluvarðhaldskröfunnar. Friðrik Smári segir rannsókn málsins halda áfram, en hún beinist meðal annars að því hvað manninum hafi í raun gengið til þarna um nóttina. Maðurinn hefur játað að hafa skotið á húsið, en ekki liggur fyrir hvort ætlunin hafi verið að vinna húsráðanda mein. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir vert að staldra við ofbeldisglæpi sem þennan, þótt ekki sé hægt að draga víðtækar ályktanir um aukið óþol í samfélaginu og ofbeldisaukningu út frá einu dæmi. „Maður veit svo sem ekki hvað þarna lá að baki. Kannski var maðurinn bara að reyna að ganga í augun á unnustu sinni,“ segir hann en bætir um leið við að vissulega beri árásin dálítið „örvæntingarfullt“ yfirbragð. Helgi segir hins vegar þekkt að fyrst eftir snöggar samfélagsbreytingar, líkt og hér hafi orðið með efnahagshruninu, að fyrst á eftir geti orðið til nokkurs konar samhugur, en þegar frá líður og áhrif verða ljós á líf tiltekinna einstaklinga kunni að gæta annarra áhrifa. „Einhverjir missa vinnuna og geta ekki borgað reikningana sína og þá er hægt að fara að búast við dálítið örvæntingarfullum atburðum. Snöggar þjóðfélagsbreytingar geta haft áhrif út í samfélagið og hópar þjóðfélagsins eru misvel búnir til að takast á við þær.“ Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Par á þrítugsaldri var handtekið seint að kvöldi sunnudags vegna árásar með haglabyssu í Seljahverfi í Breiðholti um klukkan hálf fjögur aðfaranótt sunnudagsins. Maður á þrítugsaldri skaut nokkrum sinnum á útidyr og glugga, en húsráðandi náði að skella aftur hurðinni eftir að árásarmaðurinn hafði slegið hann í andlitið með byssuskeftinu. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var árásarmaðurinn síðdegis í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags. Einnig var farið fram á gæsluvarðhald yfir konunni, en dómari hafnaði því. Konan var því látin laus. Maðurinn sem ráðist var á býr einn í íbúð sinni og þekkti ekki árásarmanninn. Samkvæmt heimildum blaðsins tengjast þeir þó óbeint í því að fórnarlamb árásarinnar hafði verið vinnuveitandi unnustu árásarmannsins. Henni hafði verið sagt upp störfum og leikur því grunur á að um einhvers konar hefndaraðgerð hafi verið að ræða. Nágrannar í nærliggjandi húsum vöknuðu við skothvellina aðfaranótt sunnudagsins og var sumum hverjum nokkuð brugðið vegna atburðarins. Yfirheyrslur yfir parinu stóðu fram á miðjan dag í gær, eða þar til þau voru leidd fyrir dómara síðdegis vegna gæsluvarðhaldskröfunnar. Friðrik Smári segir rannsókn málsins halda áfram, en hún beinist meðal annars að því hvað manninum hafi í raun gengið til þarna um nóttina. Maðurinn hefur játað að hafa skotið á húsið, en ekki liggur fyrir hvort ætlunin hafi verið að vinna húsráðanda mein. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir vert að staldra við ofbeldisglæpi sem þennan, þótt ekki sé hægt að draga víðtækar ályktanir um aukið óþol í samfélaginu og ofbeldisaukningu út frá einu dæmi. „Maður veit svo sem ekki hvað þarna lá að baki. Kannski var maðurinn bara að reyna að ganga í augun á unnustu sinni,“ segir hann en bætir um leið við að vissulega beri árásin dálítið „örvæntingarfullt“ yfirbragð. Helgi segir hins vegar þekkt að fyrst eftir snöggar samfélagsbreytingar, líkt og hér hafi orðið með efnahagshruninu, að fyrst á eftir geti orðið til nokkurs konar samhugur, en þegar frá líður og áhrif verða ljós á líf tiltekinna einstaklinga kunni að gæta annarra áhrifa. „Einhverjir missa vinnuna og geta ekki borgað reikningana sína og þá er hægt að fara að búast við dálítið örvæntingarfullum atburðum. Snöggar þjóðfélagsbreytingar geta haft áhrif út í samfélagið og hópar þjóðfélagsins eru misvel búnir til að takast á við þær.“
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira