Innlent

Sáttanefnd Borgarahreyfingarinnar mistókst

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Þingmenn Borgarahreyfingarinnar áður en upp úr sauð.
Þingmenn Borgarahreyfingarinnar áður en upp úr sauð.

Atburðarás reyndist of hröð og flókin til að sáttanefnd Borgarahreyfingarinnar tækist að ná árangri og fá alla aðila til að ná sáttum, að því er kemur fram í tilkynningu sáttanefndarinnar til félagsmanna Borgarahreyfingarinnar.

Sáttanefndin var skipuð til að lægja öldurnar milli Þráins Bertelssonar og annarra þingmanna Borgarahreyfingarinnar eftir deilur fyrr í mánuðinum sem enduðu með úrsögn Þráins úr þingflokk hreyfingarinnar.

Sáttanefndin segir ljóst að skortur á leiðbeningum um helstu verklags- og samskiptaleiðir fyrir hreyfinguna hafi átt afgerandi þátt í deilunum og verði leiðir til úrbóta bornar upp á landsfundi í september.

Í tilkynningunni er það viðurkennt að orðspor hreyfingarinnar hafi hangið á bláþræði á tímabili og hún hafi þurft að sjá á eftir kraftmiklu og góðu fólki á undanförnum vikum.

Sáttanefndin gerir nokkrar tillögur, en þær má lesa hér að neðan. Tilkynninguna í heild má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×