Innlent

Hjúkrunarfræðingar fagna 90 ára afmæli félags síns

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Elsa B. Friðfinnsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Mynd/ GVA.
Elsa B. Friðfinnsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Mynd/ GVA.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er 90 ára gamalt í dag. Félagið var stofnað þann 18. nóvember 1919 og nefndist þá Félag íslenskra hjúkrunarkvenna.

Til að fagna áfanganum hafa hjúkrunarfræðingar ákveðið að efna til afmælisþings á föstudag og laugardag undir yfirskriftinni „Hjúkrun - þekking í þína þágu". Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og heiðursfélagi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, mun ávarpa þingið, en á þinginu verður lögð áhersla á jákvæðni, eftir því sem fram kemur í tilkynningu.

Núverandi formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er Elsa B. Friðfinnsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×