Erlent

Fjölskyldan vill steypa Jackson í jörðina

Michael Jackson verður sennilega steyptur í jörðina.
Michael Jackson verður sennilega steyptur í jörðina.

Fjölskylda poppgoðsins Michael Jacksons vill steypa líkkistu hans í jörðina þannig að brjálaðir aðdáendur geti ekki grafið kistuna upp eða vanvirt gröf hans að öðru leytinu til.

Þegar hefur verið ákveðið að jarða Michael í gullkistu nálægt lestarteinunum sínum á Neverland búgarðinum. Í Kaliforníu er hinsvegar ólöglegt að jarða líkama fyrir utan kirkjugarða. Fjölskyldan vill athuga hvort lögin standist.

Jarðaför ofurundarlega popparans verður haldin í Stable Center í Los Angeles í næstu viku. Nú stendur yfir nokkurs konar lottó en rúmlega hálf milljón manna hafa skráð sig í leik þar sem þeir geta hreppt ókeypis miða í jarðaförina. Alls getur höllin, sem er heimaleikvangur LA Lakers, rúmað 17.500 manns.

Talið er að tæp milljón manns muni koma að leikvellinum til þess að minnast hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×